Flugmiðar og ferðir til Charleston
Borgin Charleston var stofnuð árið 1670 og var upprunalega kölluð Charles Towne eftir enska kónginum Charles 2. Síðar breyttist nafnið í Charleston. Í þessari 300 ára gömlu borg sem er staðsett í Suður Carolina er áhugavert að rölta um gamla hverfið þar sem þú finnur alveg sérstakt andrúmsloft innanum rúmlega 2.000 sögulegar byggingar.
Það er einnig hér í Charleston þar sem þú finnur Fort Sumter þaðan sem fyrsta kanon skotinu var skotið og markaði með því byrjunina á bandaríska borgarastríðinu eða þrælastríðinu árið 1861. Hér er einnig elsta safn landsins, Charleston Museum frá árinu 1773 sem geymir sögu fylkisins í gegnum árhundraðir. Svo eru haldnar spennandi hátíðir allt árið sem draga marga ferðamenn að.
