Flugmiðar og ferðir til South Carolina

Suður Carolina er fylki á austurströnd Bandaríkjanna með Atlandshafið við austurströndina, fylkin sem liggja að Suður Carolinu eru Norður Carolina sem liggur að fylkinu í norðri og fylkið Georgía sem liggur að fylkinu í suðvestur. Stærsta borg fylkisins sem jafnframt er höfuðborgin er borgin Columbia.

Suður og Norður Carolina er tilvalið fyrir spennandi og fjölbreytt bílferðalag þar sem þú getur notið náttúrunnar sem er virkilega falleg. Heimsækið t.d. stórar plantekrur með risastórar villum og konunglegum mangolietrjám, eða ferðist í gegnum mýrarsvæði þar sem er mikið og spennandi  dýralíf, bæði krókódílar og mismunandi vaðfuglar og upplifið það hvernig hinn spánski mosi á trjánum gefur umhverfinu svolítið drungalegt útlit.

Það er einnig mikil upplifun að fylgja Blue Ridge Parkway frá norður Carolina til Virginiu í gegnum Shennandoah Valley. Þetta er með fallegri leiðum austursins þar sem þið keyrið m.a. fram hjá þjóðgörðum þar sem bæði Cherokee- og Appalacian indíánarnir halda til.

Charleston
Charleston

Borgin Charleston var stofnuð árið 1670 og var upprunalega kölluð Charles Towne eftir enska kónginum Charles 2. Síðar breyttist nafnið í Charleston. Í þessari 300 ára gömlu borg sem er staðsett í Suður Carolina er áhugavert að rölta um gamla hverfið þar sem þú finnur alveg sérstakt...

shade