Flug og flugmiðar til Portlands

Portland er stærsta borgin í fylkinu Oregon í Bandaríkjunum og er staðsett við Willamette fljótið í norður hluta fylkisin. Portland er hugguleg borg og hér er margt að upplifa eins og t.d. eldfjallið St. Helena eða ferð niður að ströndum Kyrrahafsins þar sem þú upplifir mikla náttúru fegurð á leiðinni, bæði skóglendi og fallega fossa ásamt fjöllum og ám og svo að sjálfsögðu sjálfa ströndina.

Borgin er þekkt fyrir mikið úrval af litlum og spennandi brugghúsum þar sem hægt er að bragða á mismunandi bjórtegundum oft í litlum og fallegum bakgörðum og svo eru hugguleg kaffihús sem bjóða uppá mjög gott kaffi á nær hverju götuhorni. Í borginni er líka frægur rósagarður International Rose Test Garden þar sem mörg þúsund rósir taka á móti þér með litadýrð og ilm.

Icelandair hóf áætlunarflug til og frá Portlandi í Oregonfylki 19. maí 2015, flogið er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum til 20. október.

Ticket2Travel.is ber saman öll flugfélög, flugverð og flugleiðir hjá þeim sem fljúga til Portlands

shade