Flug og flugmiðar til Columbus
Höfuðborg fylkisisn Ohio er borgin Columbus sem er einnig stærsta borgin í fylkinu. Borgin er staðsett við ána Scioto River fyrir miðju Ohio og hér finnur þú margar stórar og spennandi byggingar eins og t.d. Ohio Statehouse sem er alveg þess virði að heimsækja, svo er frábær arkitektúr í garðinum Franklin Park Conservatory and Botanical Garden sem geymir einnig margar spennandi og fallegar plöntur. Einnig er áhugavert að heimsækja safnið Columbus & The Santa Maria Ship/museum við Scioto River. Í höfuðborginni er líka spennandi og flott vatnaland, Fort Rapids Waterpark, flottur dýragarður, Columbus Zoo & Akvarium og áhugaverður garður, Chadwick Arboret & Learning Gardens.
