Flug og flugmiðar til New York
New York – taktu bita af „the big apple“ með ferð til New York. Það eru ekki margar borgir sem geta skapað hinn fullkomna ramma um frí í stórborg, hér finnur þú allt að sem hugurinn girnist. Fjölþjölþjóðamenningin blómstrar á götum borgarinnar og þér finnst allt vera á fleigiferð. En það eru líka rólegir staðir þar sem þú getur slappað af eins og t.d. Central Park og Batteri Park við suðurhluta Manhattan. Þaðan siglir ferjan til Frelsisstyttunnar og Ellis Island, þar sem þið getið skoðað safnið sem fjallar um innflytjendur til Bandaríkjanna á árunum 1892-1954.
Auðvitað þarftu að sjá fræg söfn eins og Guggenheim, Metropolitan og National Design safnið sem öll eru á 5 th Avenues. Héðan getur þú farið í gegnum Central Park að Upper West side og skoðað safnið Natural History og einnig dáðst að brúnu steinhúsunum sem eru einkennandi fyrir þennarn borgarhluta. Svo eru hér frábærir verslunarmöguelikar þar sem heldur betur er hægt að endurnýja fataskápinn og meira til. Það er ekki eftir neinu að bíða, sláðu til og pantaðu miða á Ticket2travel.is New York og allt sem gaman er að upplifa bíður eftir þér.
Central Park
Central Park er almenningsgarður í miðri Manhattan í New York borg. Garðurinn er mjög stór – rúmlega 4 km langur og rúmlega 800 m breiður. Í kringum garðinn eru margir stígar sem eru mikið notaðir bæði af ferðamönnum og íbúum New Yorkborgar og hinn 10 km langi stígur meðfram garðinum er sérstaklega vinsæll meðal hlaupafólks, hjólreiðamanna og þeirra sem eru á rúlluskautum. Landslagsarkitektarnir Olmstead og Vaux sáu um uppbyggingu á garðinum og var hafist handa árið 1857 fram til 1873. Á þessum tíma var fjarlægt ógrynni af mold og steinum frá staðnum og meira en 4 milljón plöntum, trám og runnum var plantað niður, í garðinum eru einnig mörg tilbúin vötn, leiksvæði, hlaupastígar og fl. Stórar götur umlykja garðinn, í norðri er West 110th Street, í vestri er Eight Avenue og í suðri er West 59th Street og í austri er Fifth Avenue.
Verslanir í New York
Ekki er hægt að vera í New York án þess að versla, hér finnur þú dýrar búðir eins og Tiffany´s, Hermés og Saks Fith Avenue. Heimsækið einnig Greenwich Village og farið niður til South Street Seaport, þar sem gömul pakkhús eru gerð upp og innréttuð með búðum og kaffihúsum í huggulegu umhverfi. Rockefeller Center, Empire State Building, Times Square, Chinatown, Little Italy og allt hitt sem þú þarft að upplifa, bíður eftir þér – so go for it, finndu ferðir til New York í dag!
Arkitektúrinn í New York
Um alla New York borg er að finna spennandi arkitektúr á byggingum sem hafa verið byggðar á mismunandi tímum í sögu borgarinnar. Má hér nefna Brooklyn Bridge, Empire State, Rockefeller Center, Central Park og World Trade Center. En það eru margar fleiri spennandi byggingar eins og Flatiron Building sem er á 5th Avenue og Broadway krossar 23. Street eða Chrysler Building á austur hluta Midtown og stutt þaðan er FN byggingin. Woolworth Building sem er á móti ráðhúsi New York er ein af elstu háhýsum í USA, byggingin var tilbúin árið 1913 og náði þá hátt yfir aðrar byggingar borgarinnar.
World Trade Center
Hið nýja World Trade Center er að verða alveg tilbúið, í mai 2013 náði byggingin endanlegri hæð sinni 541 m. One World Trade Center (WTC1) er nafnið á turninum sem er þriðja hæsta bygging í heiminum. Efsta hæðin er hæð 105. Til að fyrirbyggja eyðileggingar frá götunni í framtíðinni er byggingin með 56m háan cementsökkul án glugga.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá New York
