Flug og flugmiðar til Santa Fe

Hægt er að segja að borgin Santa Fe sé menningarleg perla með fleiri en 300 sólskynsdaga um árið. Borgin er staðsett á fallegu og gömlu eldfjallasvæði umvafin fjöllum og miklum gljúfrum. Santa Fe var stofnuð árið 1610 og er elsta höfuðborg Bandaríkjanna ásamt því að vera höfuðborg fylkisins New Mexico. Árið 1848 varð Santa Fe síðan hluti af Bandaríkjunum ásamt allri Nýju Mexico.
Áður en borgin var stofnuð bjuggu Púebló indíánar í litlum þorpum á því svæði þar sem borgin stendur núna og var það í kringum árið 1000 og er ennþá hægt að upplifa áhrif frá tíma Púebló indíánanna. Í borginni er upplifun að fara á Santa Fe Opera sem er haldin utandyra frá júni til ágúst, svo er einnig spennandi að kíkja við á hinum mörgu galleríum í borginni. Miðbærinn er áhugaverður með sínum leirbrúnu húsum sem og Farmers Market og Plaza. Einnig er upplagt að fara í gönguferðir um svæðið og er t.d. gljúfrið Tent Rock meiriháttar upplifun.

shade