Flug og flugmiðar til New Mexico
New Mexico er fylki í suðurhluta Bandaríkjanna með landamæri að fylkjunum Texas, Mexico, Arizona, Utah, Oklahoma og Colorado. Landslagið spannar allt frá miklum eyðimörkum yfir í háa og snæviþakkta tinda. Svæðið í norðurhluta fylkisins geymir fjallakeðjuna Sangre de Cristo sem er hluti af Rocky Mountain. Höfuðborg fylkisins er borgin Santa Fe en stærsta borgin er Albuquerque, í fylkinu er bæði töluð enska og spænska.
Santa Fe
Hægt er að segja að borgin Santa Fe sé menningarleg perla með fleiri en 300 sólskynsdaga um árið. Borgin er staðsett á fallegu og gömlu eldfjallasvæði umvafin fjöllum og miklum gljúfrum. Santa Fe var stofnuð árið 1610 og er elsta höfuðborg Bandaríkjanna...
