Flugmiðar til Las Vegas

Á miðju Nevada eyðimerkursvæðinu er fjölmennasta borg Nevada fylkisins og heimsins stærsta spilavítisborg, Las Vegas. Borgin er mjög vinsæl ferðamannaborg og árlega ferðast þangað tugir milljóna. Hér eru fjöldamörg stórglæsileg hótel, spennandi sýningar og tónleikar með þekktum stjörnum, miðpunktur skemmtanalífsins og fjöldi næturklúbba og hér blikka ljósaksiltin í þúsundatali.
 
Það voru Paiute indíánar sem bjuggu í dalnum við Las Vegas í byrjun en árið 1855 komu mormónar á staðinn og settust að í skamman tíma, hlutverk þeirra var að snúa indíánum til mormónatrúar. Þeir byggðu meðal annars mormónavirkið sem hægt er að skoða í dag. Árið 1905 var síðan Las Vegas   stofnað og hefur stækkað gígantískt síðan þá. Þegar Da Hotel Mirage opnaði árið 1989 við lífæð borgarinnar, The Strip byrjuðu keðjuvekandi áhrif í að byggja stærstu og flottustu þemahótel og á nokkrum árum risu upp stórglæsileg hótel hvert á eftir öðru.

Borgin Las Vegas er jú þekkt fyrir spilavítin en Það er margt annað hægt að skoða og upplifa þar eins og t.d. hinn  heimsfræga dansandi gosbrunn fyrir framan Hótel Bellagio sem „dansar“ í takt við tónlistina. Þið getið einnig farið inn á hótelið og séð heimsins stærsta súkkulaðigosbrunn og í móttökunni á hótelinu eru ótrúlega falleg munnblásin glerblóm í öllum regnboganslitum sem þekja loftið.
Svo er upplifun að sigla um síkin við hið stórglæsilega Hótel Venetian. Hægt er að leigja gondól og láta syngja fyrir sig á meðan siglt er um síkin og er því hægt að upplifa Feneyjar í Las Vegas. Hér getið þið m.a. upplifað Markúsar torgið og Rialto brúnna. Einnig er áhugavert að skoða Fremont Street sem er gamli hluti Las Vegas og svo er tilvalið að nota tækifærið og gifta sig í þessari borg tækifæra eins og margar frægar stjörnur hafa gert eins og t.d. Elvis Presley og Bruce Willis, hægt er að velja á milli c.a. 60 brúðarkapella sem eru opnar allan sólarhringinn.

Verslun í Las Vegas
Í Las Vegas eru möguleikarnir á því að lofta aðeins um Visa kotið mjög góðar, bæði í verslunarmollunum og í outlettunum. Á The Strip er fyrst og fremst hægt að nefna Fashion Show Mall sem er hinum megin við götuna frá Hotel Wynn og við hliðina á Treasure Island. Hér eru ca. 150 verslanir sem hægt er að byrja með. Neðar í götunni í Caesars Palace þar sem öll hæðin er skreitt eins og gamla Rómarborg finnur þú verslanir eins og Fendi, Gucci, Louis Vuitton, Hérmes og aðrar glæsilegar verslanir.
Ef þú sækist frekar eftir ódýrari verðum og tilboðum allt að 70% þá er hægt að keyra í eitt af stóru outlettunum í Las Vegas sem eru aðeins í 15 mín keyrslu frá The Strip. Í norðurhluta Las Vegas stutt frá Fremont Street er eitt outlet þar sem hægt er að versla Burberry, Boss, Disney, LaCoste, Ecco, Nike, Timberland, GAP, Calvin Klein og fl. Þú finnur einnig outlet í suðurhluta Las Vegas.

shade