Flug og flugmiðar til Montana
Montana fylki er staðsett í norður hluta Bandaríkjanna og er flatarmál fylkisins rúmlega 380.000 ferkílómetrar en Montana er einnig eitt af dreyfbýlustu fylkjum Bandaríkjanna. Helena er höfuðborg fylkisins en stærsta borgin heitir Billings. Montana liggur að fylkjunum Kanada, Norður og suður Dakóta, Wyoming og Idaho. Fylkið Montana er þekkt fyrir mikla og fallega náttúru og fjallakeðjuna Rocky Mountains og í fylkinu finnur maður einnig marga indíánaættbálka eins og Fort Peck Indian Reservation, Crow Indian Reservation sem er stærsti ættbálkurinn og er staðsettur í suðurhluta fylkisins og Blackfeet Indian Reservation. Þjóðgarðarnir Glacier og Yellowstone ásamt skot- og fiskveiði er allt með til að draga mörg þúsund feðamenn til Montana á hveju ári.
Helena
Helana er höfuðborg Montana og er staðsett í vestur hluta fylkisins. Þó svo að borgin sé ekki stór þá er hún samt nógu stór til að bjóða uppá spennandi list og menningalegt umhverfi en samt nógu lítil til að hér sé bæði huggulegt og persónulegt. Hér er áhugavert að skoða hina fallegu..
