Flug og flugmiðar til Mississipi
Fylkið Mississipi er staðsett á suðurströnd Bandaríkjanna og er borgin Jackson bæði höfuðborg og stærsta borgin þar. Það eru 4 fylki sem liggja að Mississipi, í vestri eru það fylkin Louisiana og Arkansas, Tennessee í norðri og Alabama í austri, í suðri liggur Mississipi að Mexicoflóa. Mississipi ber nafn eftir Mississipi fljótinu þar sem hin frægu fljótaskip silgdu niður eftir í kringum 1850 og Mark Twain segir svo vel frá í Life on the Mississippi árið 1882. Mikið af landslagi Mississipi er skógiklætt og er timburvinnsla grunnurinn að iðnaði í fylkinu.
Jackson
Jackson er höfuðborg fylkisins Mississipi og var stofnuð árið 1821. Hér er margt spennandi að sjá og upplifa eins og í mörgum stórborgum. Hér eru t.d. margar fallegar og sögulegar byggingar eins og Mississippi State Capitol, Eudora Welty House and Garden og Cathedral of St. Peter the Apostle ...
