Flug og flugmiðar til Massachusetts
Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er staðsett á norðausturströndinni og er borgin Boston sem er innst í flóanum Massachusetts Bay, bæði höfuðborg og fjölmennasta borgin í fylkinu. Atlandshafið liggur að austurströnd fylkisins, í vestri liggja landamærin að New York, í suðri að Connecticut og Rhode Island og í norðri að New Hampshire og Vermont. Í Massachusetts er frekar rakt meginlandsloftslag þar sem sumrin eru heit og góð og veturnir frekar kaldir og snjóþungir.
Boston
Boston er borg sem gaman er að heimsækja, borgin er virkilega falleg og vinsæl ferðamannaborg, með sterk áhrif frá Evrópu og hér er hægt að upplifa miklar andstæður eins og gömlu múrsteinshúsin og elstu og sögulegurstu bygginar þjóðarinna
