Flug og flugmiðar til Maryland

Maryland er fylki á miðausturströnd Bandaríkjanna með spennandi og fjölbreytt landslag þar sem þú upplifir bæði fjalllendi á vestursvæðinu yfir í láglendar mýrar við flóann og allt þar á milli.

Hér eru einnig fallegar sólarstrendur við austurströndina og stærsta vatnasvæðið í Maryland er Chesapeake Bay. Staðsetning fylkisins er suður af Pennsylvaníu og í austri er Norður Atlandshafið ásamt  Delaware. Stærsta borg fylkisins er Baltimore en höfuðborgin er Annapolis.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugáætlannir hjá öllum flugfélögum til Maryland í Bandaríkjunum.

 

 

Annapolis
Annapolis

Annapolis heitir hin 350 ára gamla höfuðborg Maryland og er staðsett á austurströnd Bandaríkjanna um 40 km suður af Baltimore og tæplega 50 km austur af Wasington. Það er áhugavert að heimsækja þessa fallegu hafnarborg þar sem stærata aðdráttaraflið er U.S. Naval Academy ásamt Downtown Annapolis..

Baltimore
Baltimore

Baltimore er stærsta borg í Marylandríki og er staðsett á milli stórborganna New York og Washington. Borgin er ein mikilvægasta hafnarborg Bandaríkjanna og er búið að uppgera hafnasvæðið sem nú er   orðið að huggulegu svæði með mikið af verslunum og veitingastöðum ásamt mjög flottu fiskasafni sem er án efa eitt af því besta í landinu.

shade