Flugmiðar til New Orleans

Borgin New Orleans er staðsett í suðausturhluta Louisiana við ánna Mississippi. Þetta er spennandi borg þar sem maður kemst ekki hjá því að heyra jazz og blues frá nær öllum götuhornum, börum og veitingastöðum. Gamli hluti borgarinnar er kallaður French Quarter og þar finnur þú Bourbon Street sem er í franska borgarhlutanum með sín hefðbundnu tréhús í fallegum pastel litum og stílhreinum svölum.

Frá franska hverfinu er einnig hægt að fara í einstaka ferð með eina dampskipinu á Mississippi fljótinu, skipinu Natchez. Stemningin um borð er frábær þegar jass tónlistin byrjar og dampskipið siglir hægt og rólega af stað. En einn af hápunktunum í New Orleans er hin árlega hátið Mardi Gras sem er spennandi og litríkt karneval og ógleymanleg upplifun.

Leitar og bókunarvélin Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman flugverð til New Orleans hjá öllum flugfélögum sem fljúga til borgarinnar.

shade