Flug og flugmiðar til Iowa
Iowa fylki er staðsett miðsvæðis í USA á milli fljótanna Missouri og Mississippi og er þekkt fyrir mikinn og góðan landbúnað enda er landslagið að mestu leiti láglent með miklum sléttum.
Fylkin sem liggja að Iowa eru South Dakota, Minnesota, Wisconsin, Illinois, Missori og Nebraska. Höfuðborgin og jafnframt stærsta borg fylkisins er Des Moines sem er staðsett miðsvæðis í fylkinu.
Áður en evrópumenn komu til Iowa þá bjuggu eingöngu índíánaþjóðflokkar á svæðinu og þar voru Sauk og Mesquaki þjóðflokkarnir mest ráðandi. Fyrstu evrópumenn sem komu til Iowa varu franskir ferðalangar sem höfðu siglt niður Mississippi fljótið árið 1673.
Ticket2Travel.is finnur og leitar að flugi til Iowa hjá flestum flugfélögum einnig finnur T2T bestu flugverðin.
Des Moines
Des Moines er höfuðborg Iowa fylkis og hér eru margar spennandi og sögulegar byggingar sem hægt er að skoða eins og t.d. Iowa State Capitol og The Greater Des Moines Botanical Garden. Flugvöllurinn Des Moines International Airport liggur suðvestur af höfuðborginni.
