Flug og flugmiðar til Chicago

Chicago er borg með mikla sögu og hér áður fyrr var borgin þekkt fyrir mafíu starfsemi með Al Capone sem foringja en það er löngu liðin tíð. Nútíma Chicago getur m.a. státað af þáttasjórnandanum Oprah Winfrey og forsetahjónunum Obama og hér eru spennandi upplifanir af öllu tagi, allt frá himinháum nútíma byggingum yfir í reykmettaða litla bari þar sem hægt er að hlusta á bæði jazz og blues.

Wills Tower sem áður hét Sears Tower er ekki lengur heimsins hæsta bygging en það er ennþá stórkostlegt útsýnið þaðan yfir borgina og þá sérstaklega yfir Lake Michigan. Við mælum einnig með að þið heimsækið hið stórkostlega safn Chicago, The  Field Museum þar sem m.a. er T-rex beinagrind, restar frá pýramítum Egyptalands og 3D kvikmyndasalur, svo er Adler Planetarium & Astronomy Museum sem og Shedd Aquarium.

 

Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugverð, allar flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Chicago

shade