Flug og flugmiðar til Maui
Hægt er að segja að eyjan Maui er það sem við tengjum við fullkomið frí á Hawaii. Langar sandstrendur, yndislega rauðglóandi sólarlög, fallegt landslag með mikið af fossum og hafið í kring fullt af hvölum og höfrungum. Eyjan er eins og lítið land þó svo að hér búa aðeins um 150.000 íbúar. Eyjan er oft kölluð „Valley Isle´“ vegna þess að hér eru stórir dalir á milli eldfjallanna í suðaustri og norðvestri.
Þegar flogið er til Maui lendir þú við bæinn Kahului – annað hvort frá fastlandinu eða frá einni af Hawaii eyjunum.
Áhugaverðir staðir á Maui eyju
Road to Hana
Þessi vegakafli máttu ekki láta fram hjá þér fara. Ferðin er frá Kahului til Hana og er 109 km langur. Á þessum vegkafla farið þið yfir 59 brýr og það eru meira en 620 beygjur sem leyða ykkur áfram ígegnum mikinn regnskóg, fallega fossa og stórkostlegar strandlengjur.
Lahaina
Bærinn Lahaina á vesturhluta eyjunnar var höfuðstaður konungsríkisins Hawaii frá árunum 1820-1845 áður en höfuðborgin varð Honolulu. Lahaina hýsir 11.000 íbúa og nafnið á bænum þýðir „vond sól“ sem á að vísa til hins þurra loftslags með aðeins 330 mm regn á ári.
Hana
Lítill bær á austur ströndinni sem tengist við vegkaflann Road to Hana. Hér búa um 1.300 íbúar sem nær allir lifa af ferðamannaiðnaði. Hér er upplagt að skoða Hana Fresh Farmers Market og hraunhellana við Hana Lave Tubes.
Haleakala National Park
Eini þjóðgarður eyjunnar Mau nær yfir 134 km2. Hér áður fyrr var Haleakala hluti af Hawaii National Park ásamt Volcanoes National Park á Big Island, en tveir síðastnefndu urðu sjálfstæðir og sér þjóðgarðar árið 1980. Haleakala þýðir „heimili sólarinnar“ og sagan segir frá hawaiiskri goðsögn um semiguðinn Maui sem hélt sólinni fanginni hér til að lengja daginn.
Eldfjallið Haleakala drottnar yfir þjóðgarðinum sem skiptist í tvö svæði, Summit sem er toppurinn af eldfjallinu og Kipahulu sem er svæðið nær ströndinni. Þessi tvö svæði eru ekki tengd við sjálfan þjóðgarðinn. Þú þarft að fara út á strandveginn og fylgja honum til Kipahulu. Hluti af Kipahulu er algjörlega friðað svæði og ekki aðgengilegt. Það eru þó margir fallegir staðir að upplifa á báðurm þessum stöðum í þjóðgarðinum.
