Flug og flugmiðar til Oahu og Honolulu á Hawaii
Eyjan Oahu er 3ja stærsta eyja Hawaii og hér býr meirihlutinn af íbúum Hawai eyja. Höfuðborgin Hoholulu er einnig staðsett á þessari eyju.
Hér er hægt að finna eitthvað við allra hæfi, spennandi Waikiki ströndin, yfir í rólegan smábæ Haleiwa á norðurströndinni sem er paradís fyrir brimbrettafólk, hið sögulega minnismerki Pearl Harbour, verslunarmöguleikar, slökun við ströndina eða golf, valið er þitt.
Áhugaverðir staðir á Oahu
Waikiki Beach
Hér áður fyrr var þetta leiksvæði fyrir aðalstéttina á Hawaii en í dag er þetta þekkt baðströnd með mikið úrval af hótelum í öllum verðflokkum, veitingastöðum, kaffihúsum, verslunum og spennandi næturlífi og er staðurinn vinsæll samveru staður fyrir ferðamanninn.
Pearl Harbour
Allir ættu að heimsækja þennan sögufræga stað, þar sem er minnismerki um hörmungarnar í seinni heimstyrjöldinni.
Honolulu
Honolulu er höfuðborg Hawaii eyjanna og er staðsett á suðaustur hluta eyjunnar Oahu. Hér er góð höfn og meðal annars heimahöfn bandaríska flotans Pearl Harbour. Í Honolulu eru margir háskólar og hér er einnig að finna einu konungshöllina í Bandaríkjunum. Upplifðu einnig stemninguna í China Town og fáðu eitthvað kalt að drekka á einum af hinum huggulegu kaffihúsum við Aloha Tower.
Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman verð og flugleiðir já öllum flugfélögum sem flúga til og frá Hawaii
