Flug og flugmiðar til Hawaii
Hawaii eyjar eru eyjaklasi í Kyrrahafinu og þær eru fylki í Bandaríkjunum. Eyjan Hawaii er sú stærsta í Hawaii eyjaklasanum og er einnig þekkt sem Big Island en höfuðborg flylkisins og stærsta borgin er Honolulu sem er á Oahu eyju sem er 3ja stærsta eyjan. Næst stærsta eyjan er Maui og heildar íbúarfjöldi er tæpar 1,4 milljónir.
Hawaii eyjaklasinn samanstendur af fjölda eyja þar sem búið er á aðeins 7 eyjum sem eru frá vestri til austurs eyjarnar: Niihau, Kauaii, Oahu, Molokai, Lanai, Kahoolawe (óbyggð), Maui og Hawaii (Big Island).
Hawaii eyjarnar eru vinsæll ferðamannastaður og mörg þúsund ferðamenn koma til eyjanna á hverju ári til að njóta þess að vera við ströndina í sól og hita. En hér eru einnig margir mjög góðir golfvellir, góðir möguleikar á að kafa, fara út að fiska, spila tennis og að sjálfsögðu að vera á brimbretti sem er þjóðaríþróttin. En það sem grípur augað hvað mest er fagurt landslagið með há fjöll, stórkostlegar strendur, áhugaverð eldfjöll og fallega fossa ásamt sykurreirar ökrum og ananas plantekrum. Fegurðin liggur einnig í íbúum landsins, sögu og menningu.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til Hawaii
Honolulu - Oahu eyja
Eyjan Oahu er 3ja stærsta eyja Hawaii og hér býr meirihlutinn af íbúum Hawai eyja. Höfuðborgin Hoholulu er einnig staðsett á þessari eyju. Hér er hægt að finna eitthvað við allra hæfi, spennandi Waikiki ströndin, yfir í rólegan smábæ Haleiwa á norðurströndinni sem er paradís fyrir brimbrettafólk
Kauai eyja
Margir álíta að Kauai eyja sé sú besta af Hawaii eyjunum, eyjan er gróðursæl með fallega náttúru og frábærar langar strendur. Ef þú villt virkilega upplifa þessa fallegu eyju þá er upplagt að leiga bíl og keyra meðfram ströndinni því hringvegurinn liggur næstum því alveg á ströndinni, allan hringinn.
Kona - Big Island
Kona - Big Island er sú stærsta af Hawaii eyjunum, Big Island er einnig stærsta eyja Bandaríkjanna 10.500 km2. Höfuðborgin heitir Hilo og varð ílla úti í flóðbylgu árið 1964 en eyjan er þekkt fyrir jarðskjálfta og flóðbylgur sem hafa herjað á eyjuna með jöfnu millibili síðastliðin 150 ár.
Maui eyja
Hægt er að segja að eyjan Maui er það sem við tengjum við fullkomið frí á Hawaii. Langar sandstrendur, yndislega rauðglóandi sólarlög, fallegt landslag með mikið af fossum og hafið í kring fullt af hvölum og höfrungum.
