Flugmiðar og ferðir til Atlanta
Borgin Atlanta er höfuðborg Georgiu og er einnig kölluð borg suðursins og ekki að ástæðulausu, hér búa um 5 milljón manns og er borgin primus motor fyrir menningu, viðskipti og iðnað. Árið 1996 voru Ólympíu leikarnir haldnir hér en þrátt fyrir nýja strauma og is og þys nútímans þá fá ferðamenn einnig að kynnast hinum gömlu hefðum og huggulegu andrúmsloftinu sem var m.a. einkennandi í hinni heimsfrægu mynd „Á Hverfanda hveli“
Í miðborginni við Centennial Olympic Part er gott að byrja daginn því hér er alltaf eitthvað um að vera og þá sérstaklega á sumrin. Yfir sumarmánuðina þegar það er sem heitast þá er gott að fara innfyrir og skoða t.d. eitt af hinum mörgu söfnum borgarinnar. Austur af miðborginni í borgarhlutanum Sweet Auburn finnur þú Martin Luther King, Jr. National Historic Site, þar er bæði fæðingarheimili hans og grafreitur, sem og kirkjan hans og safn í hans nafni. Svo má ekki gleyma að aðalbækistöðvar Coca Cola eru staðsettar í Atlanta og er hægt að heimsækja safnið, World of Coca-Cola þar sem þú finnur mikið af spennandi sögu um heimsins stærsta vörumerki.
Rétt fyrir utan Atlanta eru Stone Mountain sem þú mátt ekki missa af ef þú ert á þessum slóðum, virkilega mikil upplifun.
Ticket2Travel.is finnur flugleiðir og verð hjá öllum flugfélögum til Atlanta.
