Flug og flugmiðar til Orlando

Orlando er einn af heimsins vinsælustu ferðamannastöðum, hér er mikið af afþreyingu og skemmtigörðum á einum og sama stað. Þekktast er Walt Disney World þar sem m.a. er hægt að upplifa Walt Disney World Epcot og hinn tæknifræðilega og áhugaverða heim, Magic Kingsom, með Mickey Mouse og alla vini hans ásamt ógrynni af skemmtilegri afþreyingu.
Fyrir utan ævintýraheim Disney´s eru fleiri ævintýragarðar eins og Sea World með spennandi háhyrninga- og höfrungasýningum, Wet´nWild vatnsrússibanar þar sem margt kemur á óvart og svo Universal Orlando Resort þar sem m.a. er hægt að upplifa „The Wizarding World of Harry Potter“ og upplifa hvernig stóru bíómyndirnar eru framleiddar. Hér bíða ykkur spennandi upplifanir sem eru bæði fyrir börn og fullorðna.
Hér stendur tíminn ekki í stað og 1 vika er alls ekki of mikið fyrir svona stóran og spennandi leikvöll.

Áhugaverðir og spennandi staðir í Orlando:

Universal´s Islands of Adventure:
Universal´s Islands of Adventure er spennandi og flottur skemmtigarður sem gaman er að heimsækja, hér eru ótrúlegar uppplifanir af öllu tagi.

IllumiNations:
Reflections of Earth at Epcot sem er frábær flugeldasýning með tónlist og lasersýningu.

Sea World:
Sea World er heimsfærgur garður þar sem höfrungar og háhyrningar leika listir sínar.

Wet´n Wild:
Wet´n Wild er ótrúlega spennandi vatnsskemmtigarður með mörgum rosalegum vatnsrennibrautum.

Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Orlando.
 

shade