Flug og flugmiðar til Miami
Mesta aðdráttarafl Miami er hin fræga Miami Beach. Það er ekki aðeins vegna þess hve ströndin er indisleg, breið og með fallegan hvítan sand heldur vegna þess að hér er líf og gleði sem smitast yfir alla ströndina. South Beach/Art Deco District er vinsælasta svæðið þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra. Hér er einnig mikið úrval af kaffihúsum, veitingastöðum, börum, línuskautafólki sem rúllar framhjá pastel lituðum hótelum og hér keyrir næturlífið í hæsta gír.
Ef þið eruð frekar fyrir rólegheit og afslöppun þá er norðurendinn á Miami Beach upp eftir strandlengjunni meira fjölskylduvænn og hér eru hótel í öllum verðflokkum. Það sem er m.a. einkennadi fyrir borgina Miami eru hin mismunandi svæði eins og Little Havana og Little Haiti þar sem latinamerískir innflytjendur hafa komið sér fyrir; eins og Coconut Grove, Bal Harbour og Miami Beach þar sem flestir ferðamenn velja að dveljast.
Everglades National Park
Stutt frá Miami er stærsta heittempraða fenjasvæði Ameríku. Hægt er að fara í ½ dags ferð til The Everglades National Park sem er alveg frábær náttúru upplifun, þið getið prófað að sigla um í fenjabát og vera innanum einstakt dýralífið. Það er eftirminnanleg upplifun að ferðast þarna um, stoppa öðru hvoru og njóta þagnarinnar um leið og þið skyggnist eftir alligatorer.
Áhugaverðir staðir á Miami:
Ocean Drive:
Ocean Drive verður þú að upplifa þegar þú ert á Miami. Hér eru dýrustu verslanir, glæsilegustu veitingastaðir og flottustu næturklúbbar og hér er líftaug South Beach. Við götuna eru verslanir, hótel og veitingastaðir öðrum megin en hinum megin blasir ströndin við.
Little Havana:
Hér getur þú upplifað Cubanska menningu, vindla, list og kaffihús. Í Little Havana er aðalgatan Calle Ocho og á horni götunnar og 13th Avenue er hægt að sjá minnismerki hinna föllnu frá bardögunum í Svínaflóa árið 1961. Í Maximo Gomez Park sitja oftast gamlir cubanskir menn og spila dóminó og talið er að um 700.000 manns frá Cubu búi á Miami.
Seaquarium:
Á eyju suður af miðbænum er sjávardýrasafn Miamis sem er m.a. þekkt fyrir mikið af höfrungum og hér er möguleiki á að upplifa samveruna með þeim í vatninu
Ticket2Travel.is finnur öll flugfélög sem fljúga til Miami og ber saman flugverð, flugtíma og flugtengingar.
