Flug og flugmiðar til Flórída

Í Flórida getur þú fundið nær allt sem þarf fyrir fullkomið frí. Hér eru kílómetrar af löngum, hvítum sandströndum, mikið af upplifunum og afþreyingu, mild veðrátta og ekki minnst verðlag sem er eitt það lægsta í öllum Bandaríkjunum. Florida er sælureitur fyrir vatnaíþróttir af öllu tagi, það er mikið úrval af köfun og snorkl ferðum og svo eru hinir mörgu gólfvellir sem lokka áhugasama að frá öllum heiminum.

Einnig er gaman að heimsækja Everglades National Park, sem er eina friðaða heittempraða svæðið í norður Ameríku með frábært dýralíf – er eini staðurinn í heiminum þar sem krókódílar og alligatorer lifa hlið við hlið – þetta upplifir þú best um borð í airboat.
Í Flórída eru vegalengdirnar ekki lengri en svo að alltaf er stutt á næstu strönd, góðan veitingastað eða verslanir.

Ticket2Travel.is finnur alltaf ódýrustu flugverðin til Flórída.
Ticket2Travel.is finnur öll flugfélög sem fljúga til Flórída og ber saman flugverð, flugtíma og flugtengingar.
 

Fort Lauderdale
Fort Lauderdale

Fort lauderdale er oft kölluð Feneyjar Ameríku því hér er c.a. 270 km siglingaleið um síki borgarinnar. Hér getur þú ferðast um með „watertaxi“ og fengið öðruvísi upplifun um borgina. Í Fort Lauderdale eru góðir möguleikar á að fá gott frí við fallegar strendur og njóta veitingastaðanna og kaffihúsanna..

Fort Myers
Fort Myers

Eyjan Sanibel Island liggur í vestur út frá Fort Myers Beach og er tengd fastlandinu með langri brú. Hér eru hvítar sand strendur með mikið af fallegum kuðungum og skelfisk skeljum og hér er upplagt að prófa fiskigræjurnar og veiða frá ströndinni eða fara með bát út og veiða. 

Key West
Key West

Key West er yrsta eyjan af mörgum eyjum sem liggja eins og perlur á snúru út frá suðvesturströnd Flórída. Hér er afslappað andrúmsloft blandað bæði carabískum og amerískum áhrifum. Veitingastaðir og barir liggja um allt í huggulegum götum

Miami
Miami

Mesta aðdráttarafl Miami er hin fræga Miami Beach. Það er ekki aðeins vegna þess hve ströndin er indisleg, breið og með fallegan hvítan sand heldur vegna þess að hér er líf og gleði sem smitast yfir alla ströndina. South Beach/Art Deco District er vinsælasta svæðið þar sem fólk kemur til að....

Naples
Naples

Borgin Naples er staðsett við Mexikó flóa á suðvestur Flórida. Hér er heitt og gott að vera allt árið og svo er mikið af veitingastöðum og verslunum. Hér finnur þú einnig hvítar sandstrendur og hér eru um 90 spennandi og fallegir golfvellir svo af nógu er að taka fyrir áhugafólk í golfi

Orlando
Orlando

Orlando er einn af heimsins vinsælustu ferðamannastöðum, hér er mikið af afþreyingu og skemmtigörðum á einum og sama stað. Þekktast er Walt Disney World þar sem m.a. er hægt að upplifa Walt Disney World Epcot og hinn tæknifræðilega og áhugaverða heim, Magic Kingsom með... 

Saint Petersburg
Saint Petersburg

Á St. Petersburg/Clearwater svæðinu státar maður af 361 sólkynsdegi yfir árið – sem maður trúir rétt mátulega en þrátt fyrir það þá sína veðurguðirnir sínar bestu hliðar hér. Clearwater Beach býður uppá frábæra strönd, algjöran draum fyrir vatnaíþróttir, huggulegt og heittemprað andrúmsloft og frábær?..

Sarasota
Sarasota

Aðeins 100 km suður af St. Petersburg liggur borgin Sarasota sem er menningarmiðja Flórida og hér er afslappandi og rólegt andrúmsloft. Borgin liggur við Sarasota flóa umvafin fallegri náttúru, hér búa margir listamenn og rithöfundar ásamt dönsurum og leiklistafólki,

Tampa Bay
Tampa Bay

Icelandir hefur áætlunarflug til Tampa frá 6. september 2017. Flogið verður tvisvar í viku frá 6. september 2017 til 10. júní 2018.

shade