Flug og flugmiðar til Washington

Washington er áhugaverð borg sem liggur við austurströnd Bandaríkjanna milli fylkjanna Maryland og Virginia og eru margir bandaríkjamenn sem meina að höfuðborgin sjé nútíma svar við hinni gömlu Róm. Borgin er ein af fáum höfuðborgum í heiminum sem er skipulögð og byggð til að þjóna og vera staður fyrir stjórn landsins. Hinar fallegu stjórnarbyggingar og áhugaverðu minnisvarðar af hetjum þjóðarinnar eru tengdar við stórar og breiðar götur og fallega garða.
Eins og t.d. Pennsylvania Avenue á Capitol Hill tengist forsetahöllinni í Hvíta Húsinu. Meðfram annari götunni Constitution Avenue er National Mall með hið áhugaverða Loncon Memorial, Vietnam Memorial, hin 170m háa marmarasteinsúla, Washington Monument og hinum megin við Potomac fljótið er Arlingon kirkjugarðurinn.

Áhugaverðir staðir í Washington

Hvíta Húsið, forsetahöllin var um tíma lokuð fyrir ferðamenn eftir árásina 11. September 2001 en er nú aftur opin fyrir ferðamenn en það er mikið af reglum sem þarf að uppfylla.

ÞinghúsiðU.S.Capitol,
Samkvæmt lögum Washington mega engar byggingar vera hærri en þinghúsið og þess vegna sérð þú engar himinháar byggingar í borginni.

The Mall er þekktur borgargarður sem liggur að U.S.Captol í austri, Lincoln Memorial í vestri og svo eru mörg stórkostleg söfn á milli þessara staða. Garðurinn er 3 km langur og 600 m breiður og er upplagt að leigja hjól til að fara á milli staða. Það er í þessum garði sem forsetinn hleypur á morgnana og í miðjum garðinum stendur hin 170 m háa steinsúla, Washington Monument.

Minnisvarðar, Það eru margir minnisvarðar í borginni bæði af látnum forsetum og liðnum stríðum. Vietnams Veterans Memorial er einn af þeim sem við mælim með að þið notið til í. Svo er einnig Jefferson Memorial, FDR Memorial og Lincolns minnismerki sem vert er að heimsækja og eru þau öll í vestur hluta garðsins,The Mall.

Söfn,
Það er ekki oft sem þú þarft að taka upp peningaveskið til að heimsækja söfn í Wasington. Hinn ríki Englendingur, James Smithson gaf allan sinn auð til USA með því skilirði að peningarnir yrðu notaðir til breiða átti út vitneskju meðal almennings. Það voru byggð 19 söfn og einnig dýragarðar. Það er því enginn aðgangseyrir á öll Smithsonian söfn. Áhugaverð söfn eru t.d. National Air og Space Museum, National Museum of American History, National Museum of National History og Holocaust Museum. Síðasta safnið er þó ekki hluti af söfnum Smitsonian. 

Arlington Kirkjugarður, í garðinum hvíla m.a. 260.000 látnir amerískir hermenn og aðrir þekktir  einstaklingar. Hér er t.d. gröf John F. Kennedys þar sem eilífðareldur brennur við grafstað hans og Jacqueline.

Georgtown er eitt af dýrustu hverfum í Washington með hús og verslanir, kaffistaði og bari. Hér er m.a. að finna verslanir og næturlíf sem ekki eru í downtown. Það er einnig hér sem þjóðardómkirkjan er staðsett og þaðan hélt George Bush minningarræðu um hina látnu eftir 11. September.

Ticket2Travel.is leitar og finnur lág flugverð til Washington með öllum flugfélögum sem fjúga þangað

 

shade