Flugmiðar til Aspen

Bærinn Aspen er staðsettur hátt á afskektu svæði í fjallakeðjunni Rocky Mountain, suðvestur af Denver og austur af Grand Junction og hér búa tæplega 10.000 manns. Hér eru það Aspen fjöllin sem draga ferðamenn að en þau eru mjög vinsælt skíðasvæði og hingað koma margir ríkir ameríkanar til að skíða á veturna. Stutt frá Aspen er lítill bær, Starwood sem liggur í fjallshlíðum Aspen fjalla en þar bjó söngvarinn John Denver á árunum 1970 – 1997.

shade