Flugmiðar og ferðir til San Francisco
Það er kannski skrítið að borgin sem er frekar lítil nái svona miklum vinsældum, en hafið þið fyrst rölt um borgina eða ferðast með cablecar, dáðst að Golden Gate Bridge, borðað á Fisherman´s Wharf eða gengið um í Chinatown, þá skiljið þið vinsældirnar. Hér eru margir spennandi staðir eins og: Fisherman´s Wharf med Pier 39, Chinatown, Little Italy, gamla hippe hverfið Upper Haight, allar búðirnar við Union Sqaure, Alamo Square með „Painted Ladies“ og Telegraph Hill þar sem er að finna nokkur af elstu húsum borgarinnar og hér er einnig dásamlegt útsýni yfir flóann. Frá útsýnisstaðnum Twin Peaks er einna fallegast útsýni yfir borgina bæði á daginn og kvöldin.
Lombard Street
Þúsundir ferðamanna heimsækja Lombard Street ár hvert. Gatan er heimsþekkt, mjög brött og öll í beyjum. Við götuna standa flottar villur frá viktoríutímabilinu ásamt mjög fallegrum blómaskreitingum.
Alcatraz
Í miðjum San Frncisco flóa er hið einangraða fyrrum fangelsi, Alcatraz sem í dag er vinsæll áfangastaður. Nokkrar siglingar eru farnar daglega til eyjunnar, en það er mikilvægt að panta áður þar sem aðeins ákveðinn fjöldi fær leyfi til að heimsækja eyjuna daglega.
Chinatown
Í Chinatown í San Francisco búa flestir kínverjar utan Asíu. Hér upplifir þú alveg sérstakt andrúmsloft, getur keypt framandi hluti og smakkað á spennandi kínveskri máltíð.
Fisherman´s Wharf
Fisherman´s Wharf er alltaf spennandi. Hér þurfið þið að gefa ykkur tíma. Setjist niður og skoðið mannlífið, röltið í búðir og finnið einhvern góðan veitingastað. Pier 39 tekur við af Fisherman´s Wharf og mest heimsótti staður í San Francisco. Spennandi markaðstorg með veitingastöðum, kaffihúsum og meira en 90 verslunum. Rétt hjá er nýlenda þar sem selir halda til og það heyrist bæði og finnst á lyktinni og gefur það götumyndinni skemmtilegt líf.
Union Square svæðið
Union Square í San Francisco er meira eða minna miðpunktur San Francisco. Hér er bæði Ráðhúsið og þinghúsið í göngufæri og miðstöð fyrir almannasamgöngur, góðir möguleikar á að versla m.a. í Macy, Apple Store og Nike Store. Hinn klassíski inngangur í Chinatown liggur rétt hjá Union Square og svo eru mörg hótel borgarinnar á þessum stað.
Haight – Ashbury
Haight Ashbury á svæðinu The Haight er staðurinn þar sem hippamenningin og tónlistin varð til á 7. áratugnum eins og „Summer of Love“ árið 1967. Staður þar sem blómabörnin og hippie menningin þrífst enn þann dag í dag.
Golden Gate Bridge
San Francisco er þekkt fyrir hina frægu Golden Gate Bridge sem er tákn borgarinnar. Það er hægt að keyra, ganga og hjóla yfir brúnna. Brúin tengir San Francisco við norður svæðið þar sem þið finnið m.a. Sausalito, Muir Woods National Monument þar sem hin gríðalega stóru Sequoia tré eru og Napa Valley þar sem framleidd eru nokkur af heimsins bestu vínum.
