Flugmiðar og ferðir til San Diego

Langar hvítar sandstrendur, hugguleg borg með afslappað andrúmsloft, mikið af afþeyingarmöguleikum og dásamlegt veðurfar, meðalhiti um 25 gráður. Hvað meira er hægt að óska sér? Í miðborg San Diego er hið huggulega Gaslamp Quarter – sögulegur borgarhluti með fallegum byggingum frá viktoríutímabílinu ásamt mikið af veitingastöðum og verslunum. Little Italy er þekkt fyrir góða ítalska veitingastaði, Seaport Village þar sem ríkir gömul hafnarstemning og þar sem gaman er að rölta á milli verslana.

San Diego býður þar fyrir utan uppá virkilega mikið af afþreyingu eins og: Seaworld California þar sem háhyrningar leika listir sínar og svo er San Diego Zoo með hinumn heimsfrægu panda dýrum. San Diego er aðeins 25 km frá landamærum Mexico. Hægt er að taka sporvagninn, San Diego Trolley, sem fer frá miðbænum niður að landamæra bænum Tijuana og eiga dag í Mexico.

Old Town
Old Town er staðsett stutt frá hótelsvæðinu The Circle og er svæðið eins og San Diego leit út á 19. öld. Spennandi bær sem kemur á óvart og gaman er að heimsækja.

Coronado
Það er bæði hægt að keyra eða sigla til Coronado sem er þekktast fyrir strönd og Hotel del Coronado, þar sem Marilyn Monroe lék í  „Some Like it Hot“ árið 1959. En það er einnig hægt að taka það fram að hin 2,5 km langa og mikið breiða strönd Coronado Beach fékk verðlaun fyrir bestu strönd  Bandaríkjanna árið 2012.

 

 

shade