Ferðir og flugmiðar til Los Angeles

Los Angeles þarf maður að upplifa ef maður er á vesturströnd Bandaríkjanna. Hér ferðast maður ekki bara til borgar heldur er allur heimurinn samankominn í einni borg. Þið farið að sjálfsögðu á Hollywood Boulevard og finnið uppáhalskvikmynda stjörnuna ykkar á gangstéttinni „Walk of Fame“ og fyrir utan Grauman´s Chinese Theatre sjáið þið fóta og handa afsteipu kvikmyndastjarnanna. Í Beverly Hills þar sem hið þekkta póstnúmer 90210 er, getið þið séð brot af stórkostlegum villum, verslað á Rodeo Drive og auðveldlega eytt ævisparnaðinum á nokkrum klukkutímum. Einnig er spennandi að versla í outletcentrunum Ontario í austri, Commerce í suðri og Camarillo í vestri.  Í Downtown Los Angeles getið þið upplifað körfuboltaliðið LA Lakers á heimavelli og ekki má gleyma Walt Disney Koncertsal. Ef þið þurfið að komast burtu frá is og þys stórborgarinnar þá er stutt keyrsla að Venice Beach eða aðeins lengra suður eftir til Newport Beach í Orange Country. Í borgarhlutanum Anaheim hafið þið svo möguleika á að heimsækja undra heim Mickey´s í Disneylandi.

Metro
Umferðin getur verið mikil í Los Angeles og það getur tekið langan tíma að komast á áfangastað. Á síðustu árum hefur verið gert mikið til að fullbyggja metrosystemið í borginni svo að í dag er auðvelt og fljótlegt að komast frá Universal Studios til Hollywood Boulevard og síðan áfram til Downtown, þar sem hægt er að skipta um metro til að halda áfram til Long Beach þar sem eru m.a. góðar strendur og hugguleg höfn fyrir skemmtibáta.

Long Beach
Long Beach í Orange Country er með strandlengju til San Pedro Bay. Hér er huggulegt svæði með góðum kaffihúsum og veitingastöðum. Hér er einnig mikið af afþreyingu og svo er ekki langt héðan í Disneyland.

Disney og Universal
Í Los Angeles eru 2 frægir skemmtigarðar í sitt hvorum enda borgarinnar, Universal sem er norður af Hollywood Boulevard hér er góð blanda af skemmtun bæði fyrir fullorðna og börn en aftur á móti þá er Disneyland staðsett  í Anaheim borgarhlutanum.

shade