Flug og flugmiðar til Californíu
Það er ekkert skrítið að fólk ferðast til Kaliforníu, þar sem veðrið er yndislegt, náttúran ævintýraleg, lífstíllinn afslappaður og sólsetrin mikið meira en falleg. Hér eru stórborgir eins og Los Angeles, San Diego og San Fracisco. Vínakrar í Napa Valley, hin gríðastóru tré í Redwood skógunum, stórkostlegir klettar í Yosemite Nationalpal Park og hin óblíða fegurð í Death Valley. Nútíma ferðamenn hafa leist hina gömlu gullgrafara af, því Kalifornia er ennþá „land möguleikanna“.
Mest heimsótti Þjóðgarður í Kaliforníu nær yfir 3000 km2, svæði. Þungamiðjan í garðinum er Yosemite Valley, sem veitir greiðan aðgang að fossum, ám og fjöllum í næstum allar áttir. Til að fá sem mest út úr dvölinni í Yosemite ættir þúað leggja bílnum og taka ókeypis, opinn - strætó um dalinn sem stoppar á öllum helstu stöðunum.
Yosemite var eins og mörg önnur svæði Norður Ameríku heimkynni Indíána og á nafnið Yosemite rætur að rekja til indíánaættflokks. Bestu upplifunina fær maður við að gista í þjóðgarðinum og eru bæði hótel og tjaldstaðir í Yosemite Valley. Yosemite er einn af uppáhalds þjóðgörðum Bandaríkjanna.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Californíu
Fresno
Á milli hinna mörgu bæja í San Joaquin Valley liggur borgin Fresno með rétt rúmlega 1 milljón íbúa. Bakvið borgina og flatt lanbúnaðarhéraðið skaga hin háu Sierra Nevada fjöll og bjóða uppá stórkostlegar náttúruupplifanir í Yosemite, Sequoia og King´s Canyon National Park...
Los Angeles
Los Angeles þarf maður að upplifa ef maður er á vesturströnd Bandaríkjanna. Hér ferðast maður ekki bara til borgar heldur er allur heimurinn samankominn í einni borg. Þið farið að sjálfsögðu á Hollywood Boulevard og finnið uppáhalskvikmynda stjörnuna ykkar á gangstéttinni „Walk of Fame“
Palm Springs
Það er næstum því þriggja tíma akstur frá Los Angeles til Palm Spring sem hefur verið vinsæll vertrardvala staður fyrir Hollywood stjörnur, allt frá árinu 1930 og er staðurinn einnig tilvalinn fyrir frí því hér er bæði gott loftslag og töfrandi umhverfi
San Diego
Langar hvítar sandstrendur, hugguleg borg með afslappað andrúmsloft, mikið af afþeyingarmöguleikum og dásamlegt veðurfar, meðalhiti um 25 gráður. Hvað meira er hægt að óska sér? Í miðborg San Diego er hið huggulega Gaslamp Quarter
San Francisco
Það er kannski skrítið að borgin sem er frekar lítil nái svona miklum vinsældum, en hafið þið fyrst rölt um borgina eða ferðast með cablecar, dáðst að Golden Gate Bridge, borðað á Fisherman´s Wharf eða gengið um í Chinatown, þá skiljið þið vinsældirnar.
