Flugmiðar og ferðir til Phoenix

Fönix er höfuðborg Arizona og jafnframt stærsta borgin. Hér er heittemprað eyðimerkurloftslag og getur hitinn á sumrin farið mjög hátt, vel yfir 40 gráður. Fönix er sú borg í Bandaríkunum þar sem hitinn er hvað mestur og er borgin oft kölluð „the Vally of the Sun“ en hér geta sólskynsdagarnir verið allt að 300 talsins yfir árið. Borgin er staðsett við Salt River í mið Arizona fylki og er eyðimörkin Sonoran Desert suðvestur af borginni. Fyrir 2.000 árum voru indíánar sem bjuggu á svæðinu þar sem Fönix er nú. Þeir kunnu vel að meta hitann og ræktuðu þar m.a. korn, baunir og bómul bjuggu til leirpotta og ker, vefuðu körfur og útbjuggu fallega skartgripi. Í kringum árið 1350 hurfu indíánarnir frá staðnum og ekki er vitað af hverju. Síðan var það fyrst rúmum 500 árum seinna að bær fór að myndast aftur á staðnum.

 

shade