Flugmiðar og ferðir til Arizona

Arizona er í suðvestur fylki Bandaríkjanna og er það 6. stærsta, höfuðborgin þar er Phoenix sem  einnig er stærsta borgin í fylkinu. Arizona er með landamæri að New Mexico, Utah, Nevada, California og Mexico.
Arizona í norðaustri og Colorado í suðvestri mætast horn í horn. Í fylkinu eru margir áhugaverðir og flottir staðir og ef ferðin er til Arizona mælum við með því að þú upplifir m.a. Grand Canyon og Navajo Trial Park, hina vinsælu leið Route 66 þar sem þið keyrið m.a. framhjá skemmtilegum söfnum, búðum, bensínstöðvum og sjálflýsandi auglýsingaskiltum, „Wild West“ stemningu í borgunum Holbrooks, Tuscon og Scottsdale þar sem m.a. er hægt er að fá sér flott cowboy stígvéli og hatt í stíl, friðasvæði Navajo indíána sem er á landamærum Arizona og Utah og svo er ógrynni af göngustígum og er Camelback Mountain algjört paradís fyrir göngu- og útivistarfólk.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Arizona

 

Grand Canyon
Grand Canyon

The Grand Canyon er stórkostlegt upplifun og þegar þú stendur á brún þessa glæsilega gljúfurs getur þú reynt að setja þig inní vandamál Spánverja árið 1540. Þeir voru að leita að gulli og þurftu að finna leið í gegnum gljúfrið.

Phoenix
Phoenix

Fönix er höfuðborg Arizona og jafnframt stærsta borgin. Hér er heittemprað eyðimerkurloftslag og getur hitinn á sumrin farið mjög hátt, vel yfir 40 gráður. Fönix er sú borg í Bandaríkunum þar sem hitinn er hvað mestur og er borgin oft kölluð „the Vally of the Sun“ 

shade