Flug og flugmiðar til Anchorage
Anchorage er stærsta borgin í Alaska og er staðsett fyrir miðju í suðurhluta fylkisins. Borgin liggur ekki alveg eins norðanlega og Reykjavík, er við Knik Arm fjörðinn og þar býr meira en hlemingur íbúa fylkisins. Það er einn state highway í borginni, Alaska Route 1. en hér er einnig stór alþjóða flugvöllur, Ted Stevens Anchorage International Airport sem er mjög mikilvægur fyrir samfélagið. Hér er margt hægt að skoða og eru t.d. frábærar gönguleiðir um nágrennið og þær vinsælustu eru á fjallið Flattop Mountain, einnig eru góðir möguleikar á að fiska og svo er hér mikið úrval af góðum veitingastöðum innanum há og tignarleg fjöllin.
Það er stór alþjóðaflugvöllur við borgina og því oft notaður sem millilendingarstaður og er notaður mikið af FedEx fyrirtækinu sem umskipunarflugvöllur. Icelandair er með beint flug til Anchorage yfir sumarmánuðina eða frá 13. maí til 16. september 2015
