Flugmiðar til Alaska

Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna og er staðsett í norðvestur hlutanum með landamæri að Kanada. Í norðri við fylkið er Norður Íshafið, í vestri er Beringshaf og í suðri er Kyrrahafið, Alaska er því með lengstu strandlengju af fylkjum Bandaríkjanna. Höfuðborgin í Alaska er Juneau og er aðeins hægt að komast þangað með skipi eða flugi.

 

Anchorage
Anchorage

Um 40% af öllum íbúum í Alaska búa í Anchorage. Það er stór alþjóðaflugvöllur við borgina og því oft notaður sem millilendingarstaður og er notaður mikið af FedEx fyrirtækinu sem umskipunarflugvöllur. Icelandair er með beint flug til Anchorage yfir sumarmánuðina eða frá 13. maí til 16. september 2015

shade