Flug og flugmiðar til Birmingham

Birmingham var stofnuð árið 1871 og er stærsta borgin í fylkinu Alabama. Aðeins 10 mín frá miðborginni er þjóðgarðurinn Ruffer Mountain Nature Preserve sem er virkilega spennandi að heimaækja og hingað koma oft skipulagðir skólahópar til að skoða og fylgjast með gangi náttúrunnar. Í borginni er einnig mikið af hótel- og veitingastöðum og hér er upplagt að fá sér eitthvað gott að borða því borgin hefur unnið og fengið verðlaun frá James Beard Foundation Award og hingað kemur fólk víðsvegar að til að gera vel við sig í mat og drykk. Fyrir barnafjölskyldur er alltaf gaman að koma við í vatnagarðinum, Splash Adventure Waterpark, Dýragarðinum, The Birmingham Zoo og McWane Science Center.

shade