Flug og flugmiðar til USA - Bandaríkjanna

Land möguleikana, hvort sem þið eruð fyrir stórborgir, frábæra náttúru, huggulega smábæi, góðar strendur eða viljið upplifa allt þá finnur þú það í USA. Landið er stórt - um 4,500 km frá austri til vesturs og 2.500 frá norðri til suðurs og því þarf gott skipulag ef þú hugar á ferðalög til USA.

Vesturhluti Bandaríkjanna einkennist m.a. af hinum stórkostlegu Rocky Mountains, ótrúlega fallegum þjóðgörðum og einstöku dýralífi. California er ekki hægt að líta framhjá - hér lokka borgir eins og Los Angeles og San Francisco, fallegir þjóðgarðar og aðdráttarafl eins og Disneyland og Sea World. Lengra í norðri í ríkjunum Oregon og Washington er hægt að upplifa frábæra og að hluta til ósnorta náttúru.

Síðan eru stórborgirnar New York, Washington, Boston og Chicago sem gaman er að upplifa - hér er bókstaflega allt, spennandi  menning, verslanir og veitingastaðir, bæði í dýrari og ódýrari kantinum. Eruð þið fyrir heillandi smábæi þá er New England og ströndin meðfram Chesapeake Bay á höfuðborgarsvæðinu ævintýralegt svæði. Síðan er það áhugafólkið um sögu og menningu þá er tilvalið að heimsækja Norður- og Suður Carolina, Georgia og Louisiana – og svo er sólskynsfylkið Florida, þar sem þú finnur allt fyrir fullkomið frí, kílómetralangar sandstrendur, mikið af afþreyingu og algjör paradís fyrir vatnssport, sól og hita og verð sem er með því lægsta í USA.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir, flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Norður Ameríku og Bandaríkjanna.

Alabama
Alabama

Alabama er eitt af fylkjum Bandaríkjanna og er staðsett á suðaustur horninu. Fylkin sem liggja að Alabama eru Tennessee, Georgia, Flórida, Mississippi og svo Mexikoflói í suðri. Höfuðborg fylkisins er Montgomery en stærsta borgin er Birmingham.

Alaska
Alaska

Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna og liggur fylkið að Kanada í austri, Alaskaflóa og Kyrrahafi í suðri, Beringshafi, Beringssundi og Tjúktahafi í vestri og Beaufortsjó og Norður-Íshafi í norðri. Fjöldi eyja tilheyra flylkinu. Höfuðborgin heitir Juneau en langflestir búa í Anchorage.

Arizona
Arizona

Arizona er suðvestur fylki Bandaríkjanna og það 6. stærsta, höfuðborgin þar er Phoenix. Arizona er með landamæri að New Mexico, Utah, Nevada, California og Mexico. Arizona í norðaustri og Colorado í suðvestri mætast horn í horn. 

Arkansas
Arkansas

Arkansas er eitt af fylkjum Bandaríkjanna staðsett í suðaustur hlutanum. Íbúafjöldinn er rétt rúmlega 3 milljónir og höfuðborgin sem einnig er stærsta borg fylkisins er Little Rock. Arkansas liggur að Missouri í norðri, Tennessee og Mississippi í austri, Louisiana í suðri, Texas í suðvestri og Oklahoma í vestri

California
California

Það er ekkert skrítið að fólk ferðast til Kaliforníu, þar sem veðrið er yndislegt, náttúran ævintýraleg, lífstíllinn afslappaður og sólsetrin mikið meira en falleg. Hér eru stórborgir eins og Los Angeles, San Diego og San Francisco.

Colorado
Colorado

Colorado býður uppá fallega fjallgarða eins og Rocky Moutains, fljót eins og Colorado River og vinsæl skíðasvæð eins og Aspen. Denver er höfuðstaður Colorado fylkis en borgin er í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli.

Connecticut
Connecticut

Á austurströnd Bandaríkjanna er fylkið Connecticut sem liggur að fylkjunum New York í vestri, Massachusetts í norðri, Rode Island í austri og Long Island-sundi í suðri. Fljótið Connecticut rennur í gegnum miðja höfuðborgina og endar í Long Islands-sundi þar sem það mætir Atlandshafinu...

Delaware
Delaware

Delaware er fylki á austruströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Maryland í suðri og vestri, Pensnsylvaníu í norðri, og Delaware flóa og Atlanshafi í Austri. Delawar3e fljót greinir að fylkin Delaware og New Jersy í norðaustri

District Of Columbia - Washington DC
District Of Columbia - Washington DC

Washington er áhugaverð borg sem liggur við austurströnd Bandaríkjanna milli fylkjanna Maryland og Virginia og eru margir bandaríkjamenn sem meina að höfuðborgin sjé nútíma svar við hinni gömlu Róm. Borgin er ein af fáum höfuðborgum í heiminum sem er skipulögð og byggð til að þjóna 

Florida
Florida

Í Flórida getur þú fundið nær allt sem þarf fyrir fullkomið frí. Hér eru kílómetrar af löngum, hvítum sandströndum, mikið af upplifunum og afþreyingu, mild veðrátta og ekki minnst verðlag sem er eitt það lægsta í öllum Bandaríkjunum. Taktu flugið til Orlando, Miami eða Fort Lauderdale

Georgia
Georgia

Flestir sem ferðast til Georgíu taka flugið til Atlanta, en stæstu borgirnar eru Atlanta, Augusta, Columbus, Savannah og síðan Athens. Stór fyrirtæki ein og UPS, Coca Cola, Delta Air Lines og CNN eru með höfuðstðvar í Georgíu.

Hawaii
Hawaii

Höfuðborg flylkisins Hawaii og jafnframt stærsta borgin er Honolulu. Næst stærsta eyjan er Maui og heildar íbúafjöldi er tæpar 1,4 milljónir. Það er hægt að kaupa flugmiða og ferðir til Hawaii alla daga allt árið hér á Ticket2Travel.is

Idaho
Idaho

Idaho fylki er þekkt fyrir mikla og háa fjallgarða, stór fljót og virkilega spennandi og fallega náttúru. Hér finnur þú m.a. Hells Canyon sem er dýpra en Grand Canyon og fossana Shoshone Falls sem eru 14 m. hærri en Niagara Falls. Höfuðborgin í fylkinu Idaho er  Boise.

Illinois
Illinois

Illinois er fylki í miðvestur hluta USA og er í fimmta sæti yfir fjölmennustu ríki Bandaríkjanna eða með tæplega þrettán milljónir íbúa. Stærsta borgin er Chicago, en Springfield er höfuðborg fylkisins. Þegar flogið er til Illinois, þá er alþjóða flugvöllurinn staðsettur í Chicago og heitir O´Hara.

Indiana
Indiana

Fylkið Indiana er í miðvestur ríkjum Bandaríkjanna og við vötnin miklu stærsta borgin er Indianapolis og er hún jafnframt höfuðborg fylkisinns.

Iowa
Iowa

Iowa fylki er staðsett miðsvæðis í USA á milli fljótanna Missouri og Mississippi og er þekkt fyrir mikinn og góðan landbúnað enda er landslagið að mestu leiti láglent með miklum sléttum. Fylkin sem liggja að Iowa eru South Dakota, Minnesota, Wisconsin, Illinois, Missori og Nebraska. Höfuðborgin.. Des Moines

Kansas
Kansas

Kansas er eitt af fylkjum Bandaríkjanna en það ligggur að Nebraska í norðri, Missouri í austri, Oklahoma í suðri og Colorado í vestri. Flatamál Kansas er 213.096 ferkílómetrar.

Louisiana
Louisiana

New Orelans er þekktust borga í Louisiana, dulafull, spennandi og með áhrifum frá Frökkum, Spánverjum og Ítölum bæði í byggingarlist og matarlist. Einnig er New Orleans fæðingarstaður djassinns.

Maine
Maine

Maine er á austur strönd bandaríkjanna og liggur að Kanada í austri, norðri og vestri, New Hampshire í suðvestri og Atlandshafi í suðri. Höfuðborg í Maine fylki er Augusta en stærsta borgin er Portland

Maryland
Maryland

Maryland er fylki á miðausturströnd Bandaríkjanna með spennandi og fjölbreytt landslag þar sem þú upplifir bæði fjalllendi á vestursvæðinu yfir í láglendar mýrar við flóann og allt þar á milli. Flugmiðar til Baltimore eru á Ticket2Travel.is

Massachusetts
Massachusetts

Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er staðsett á norðausturströndinni og er borgin Boston sem er  innst í flóanum Massachusetts Bay, bæði höfuðborg og fjölmennasta borgin í fylkinu. Atlandshafið liggur að austurströnd fylkisins, í vestri liggja landamærin að New York,...

Michigan
Michigan

Nafnið Michigan kemur úr frönsku og er þýðir stórt vatn en Michigan er við vötnin miklu í Miðvestur ríkum Bandaríkjanna. Stærsta borgin í fylkinu er Detroit en það voru franskir landnemar sem lögðu grunn að henni árið 1701

Minnesota
Minnesota

Minnesota fylki er staðsett í norðurhluta Bandaríkjanna og liggur það að fylkjunum Kanada, Wisconsin, Iowa, Suður Dakóta og Norður Dakóta. Í norðaustri liggur fylkið einnig að stöðuvatninu Lake Superior. Icelandair flýgur í beinu flugi hluta af árinu til Minneapolis

Mississipi
Mississipi

Fylkið Mississipi er staðsett á suðurströnd Bandaríkjanna og er borgin Jackson bæði höfuðborg og stærsta borgin þar. Það eru 4 fylki sem liggja að Mississipi, í vestri eru það fylkin Louisiana og Arkansas, Tennessee í norðri og Alabama í austri, í suðri liggur Mississipi að Mexicoflóa....

Missouri
Missouri

Upprunnalega var Missouri svæðið hluti af Louisiana svæðinu og þar með hluti af frönsku nýlendunni, en við kaup á Louiisiana svæðinu í 1803 eignuðust Bandaríkin svæðið og í 1821 varð Missouri ríki hluti af Bandaríkjunum. Stærstu borgir eru  Jefferson City, Kansas City en sú þekktasta er Saint Louis

Montana
Montana

Montana fylki er staðsett í norður hluta Bandaríkjanna og er flatarmál fylkisins rúmlega 380.000  ferkílómetrar en Montana er einnig eitt af dreyfbýlustu fylkjum Bandaríkjanna. Helena er höfuðborg fylkisins en stærsta borgin heitir Billings

Nevada
Nevada

Nevada er fylki í vesturhluta Bandaríkjanna þar sem 90% af landslaginu er eyðimerkurlandslag, há fjöll og fjallakeðjur eins og Sierra Nevada sem fylkið hefur fengið nafn sitt eftir og svo fjallakeðjan Spring Mountains sem er staðsett vestur af Las Vegas.

New Mexico
New Mexico

New Mexico er fylki í suðurhluta Bandaríkjanna með landamæri að fylkjunum Texas, Mexico, Arizona, Utah, Oklahoma og Colorado. Höfuðborg fylkisins er borgin Santa Fe en stærsta borgin er Albuquerque, í fylkinu er bæði töluð enska og spænska.

New York
New York

New York fylki er á austurströnd bandaríkjanna. Ríkið liggur að Pennsylvaníu og New Jersey í suðri, Connecticut, Massachusetts og Vermont í austri, Kanada og Ontario vatni i norðri og Kanada og Erie vatni í vestri. Höfuðborg fylkissins er Albany en stærst borgin er New York.

Ohio
Ohio

Ohio fylki er staðsett í austurhluta Bandaríkjanna og státar af höfuðborginni Columbus. Ohio liggur að fylkjunum Pennsylvaníu og Vestur Virginíu í austri, Kentucky í suðri og Indiana í vestri, í norðri liggur Ohio að stöðuvatninu Lake Erie.... Nú flýgur Icelandair beint til Cleveland

Oregon
Oregon

Oregon er á vesturstönd Bandaríkjanna, Salem er höfuðborgin en stærsta borg fylkisins er Portland það búa tæpar 4 milljónir í Oregon. Icelandair flýgur til Portlands í Oregon en það er flogið tvisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.

Pennsylvania
Pennsylvania

Pennsylvaní liggur að New York í norðri, New Jersey í Austri, Delaware og maryland í suðri, Vestur Virginíu í suðvestri og Ohio í vestri. Höfuðborg fylisins heitir Harrisburg en Philadelphia er stærsta borg Pennsylvaníu en Pittsburgh..

Suður Karólína
Suður Karólína

Suður Carolina er fylki á austurströnd Bandaríkjanna með Atlandshafið við austurströndina, fylkin sem liggja að Suður Carolinu eru Norður Carolina sem liggur að fylkinu í norðri og fylkið Georgía sem liggur að fylkinu í suðvestur. Stærsta borg fylkisins sem jafnframt er höfuðborgin er borgin Charleston...

Tennessee
Tennessee

Tennessee er þekkt fyrir borgirna Nashville og Memphis þar sem Nashville er höfuðborgin en Menmphis er stærst. Íbúar í Tennessee eru tæplega 7 milljónir. Elvis Presley er fæddur í Memphis

Texas
Texas

Texas fylki er staðsett í suðurhluta Bandaríkjanna og er næststærsta fylkið. Vestan við Texas er fylkið New Mexico, norður af Texas er Oklahoma og Arkansas, í austri er Luoisiana og suður af Texas er Mexico. Finnið flug til DallasHouston og Dallas Fort Worth á Ticket2Travel.is

Utah
Utah

Utah fámennasta fylki Bandaríkjanna en milljóna borgin Salt Lake City er í fylkinu.Fylkin Idaho og Wyoming liggja norður við Utah, fylkið Colorada er í austri, Arizona í suðri og Nevada fylki í vestri. Nafnið Utah er komið af máli indíána og þýðir fólkið í fjöllunum...

Virginia
Virginia

Á austurströnd Bandaríkjanna er fylkið Virginia þar sem höfuðborgin er Richmond en stærsta borgin er Virginia Beach. Fylkið er einng þekkt sem „móðir forsetanna“ þar sem fleiri bandarískir forsetar koma frá þessu fylki miðað við önnur fylki...

Washington
Washington

Af hinum 48 fylkjum Bandaríkjanna liggur Washington fylki norðvestast af þeim öllum. Fyrir norðan Washington eru landamærin til Canada og Britisk Columbia og svo liggur Idaho til austurs og Oregon liggur suður af Washington fylki. þú finnur flug til Seattle hér á Ticket2Travel.is

Wisconsin
Wisconsin

Fylkið Wisconsin er staðsett í norður hluta Bandaríkjanna og liggur að Michigan og Lake Superior í norðri, Lake Michigan í austri, Illinois í suðri og Iowa og Minnesota í vestri. Höfuðborginn í Wisconsin er Madison og þú finnur flugið til Wisconsin hér á Ticket2Travel.is

shade