Flug og flugmiðar til Playa Del Carmen

Íbúar Playa del Carmen kalla staðinn aðeins Playa eða ströndina en hér eru líka fínar og hvítar pálmasandstrendur. Aðalgatan hér er Quinta sem liggur meðfram ströndinni og er gaman að rölta um götuna á daginn en á kvöldin breytist gatan í stóran markað þar sem allskonar hlutir eru til sölu eins og hattar, teppi, keramik og ýmiskonar hljóðfæri. Í borginni er einnig mikið af börum, kaffihúsum og veitingastöðum og hótelin liggja þétt saman.

Alt er mögulegt hér. Maður getur legið í sundlauginni við barinn og séð kvikmynd sem sýnd er á stórum hvítum vegg, hlustað á latínameríska tóna hjá nágrannanum eða heyrt jazz, blues, rock eða samba. Möguleikarnir á matseðlinum eru álíka fjölbreyttir: kínverskar, japanskar eða ítalskar kræsingar, indverskir karrýréttir eða argentísk steik, you name it, og að sjálfsögðu eru einnig mexikanskir réttir og spennandi fiskiréttir frá Yucatan, en Playa del Carmen er jú fiskibær svo hér er allskonar sælgæti frá hafinu á matseðlinum.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem flúga til Playa Del Carmen

shade