Flug og flugmiðar til Acapulco

Acapulco er hin upprunalega ferðaparadís Mexicobúa og einnig ein af þeim vinsælustu. Acapulco er einnig staður það sem hægt er að láta sér líða vel á. Hér eru kílómetralangar sandstrendur, bæði fallegar og breiðar og í gegnum árin hafa margar frægar stjörnur dvalið hér í skjóli frá frægð og frama eins og t.d. Frank Sinatra og Elvis Presley. Í dag er þessi staður aftur orðinn vinsæll ferðamannastaður.
Ef maður óskar eftir frið og ró þá fer maður aðeins út fyrir borgina burtu frá miðsvæðinu og verslunargötunni „La Costera“ og velur frekar staði eins og Pie de la Cuesta, Puerto Marquez eða eyjuna Isla de la Roqueta. Hér er einnig boðið uppá þægindi og lúksus og hér eru margir rómantískir veitingastaðir með útsýni yfir hafið og mikið af heilsumiðstöðvum með heilsuböð og annað  dekur.

En það eru margir sem vita ekki að Acapulco er mjög spennandi borg hvað varðar sögu og menningu. Skoðið t.d. gamla virkið sem er frá árinu 1600 og í gamla bæjarhlutanum við torgið Zócaloén er dómkirkjan innanum falleg tré sem veita smá skugga fyrir sólinni og hér eru einnig tveir stórir gosbrunnar og því þægilegur staður að vera á. Gróskumikil svæði er einnig að finna í grasagarðinum sem geymir margar spennandi og framandi plöntur. Í Acapulco eru einnig góðir möguleikar á allskyns vatnaíþróttum eins og köfun og snorkli.

Svo eru margar góðar gönguleiðir og flottir golfvellir á svæðinu. Ekki má heldur gleyma La Quebrada Cliff Divers þar sem stokkið er fram af klettunum við La Quebrada niður í litla náttúrulega vík. Hægt er að fylgjast með þegar fólk stekkur út frá klettunum frá stalli sem er þar nálægt eða fylgjast með frá veitingastaðnum La Perla.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugverð, allar flugleiðir hjá öllum flugfélögum.

shade