Flug og flugmiðar til Quebec borgar
Quebec City er töfrandi borg og hér eru einkenni frá franskri fortíð meiri en í borginni Montreal, hér eru alls 95% íbúa sem tala frönsku og arkitektúrinn ber einnig frönsk einkenni. Í miðbæ Quebec getið þið upplifað hinn franska menningararf Kanada og hið sérstaka andrúmsloft sem er í borginni. Hér er einnig að finna einkenni af gamalli evrópskri menningu og borgarmyndin mótast af fallegum og vel varðveittum byggingum frá 17 og 18 hundruð. Hér er því bæði hið sögulega og nýtískulega Quebec, Latíner hverfið, Plains of Abraham, þar sem Englendingar og Frakkar börðust blóðugum bardaga árið 1759, basilikaen og Place Royale.
En vinsælasta svæðið er jú gamli bæjarhlutinn og neðra hafnarsvæðið, Petit Champlain, sem iðar af lífi með mörgum kaffihúsum, búðum og galleríum. Gamli bæjarhlutinn er umluktur af borgarmúr sem er sá eini sem eftir er í Norður Ameríku og er friðaður af UNESCO sem hluti af heimsmenningu. Á fjallsbrún yfir Quatrier du Petit Champlain er hinn 700 metra langi göngustígur Dufferin Terrace, þar sem er skemmtun, litlir básar og gott útsýni yfir höfnina, St Lawrence River og hina sögulegu borg Quebec. Orðið “Quebec” er að finna í mállýsku indíána og þýðir “þar sem fljótið þrengist inn” og á það við um St. Lawrence River.
Hægt er að fara í lestarferð á milli miðbæ Quebec og Montreal sem tekur 3½ tíma hvora leið.
Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Quebec
