Flug og flugmiðar til Ontario fylkis

Ontario fylki er með strönd í norðri að Hudson Bay og er staðsett milli fylkjanna Manitoba í vestri og Quebec í austri. Höfuðborgin er Ottawa en stærsta borgin Toronto er  alveg við Lake Ontario og er jafnframt stærsta borg Kanada. Veðurfarið í fylkinu er mjög breytilegt, frekar kalt og þurrt á veturna en heitt og rakt á sumrin sem hentar vel í sambandi við vínframleiðslu því 90% af allri vínframleiðslu er í suðvestur  Ontario. 
Eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn eru Niagara Falls sem eru þrír gríðastórir fossar, American Falls, Bridal Veil Falls og Horseshoe Falls. Fossarnir eru ekki mjög háir en þeir vatnmestu í norður Ameríku . Það er hægt að sigla að fossunum með Maid of the Mist.

Ottawa
Ottawa

Ottawa er höfuðborg Ontario og hér eru mörg hugguleg hverfi með mikið af verslunum og góðum veitingastöðum. Í höfuðborginni er einnig að finna mikið af þjóðarsöfnum eins og National Museum af Science and Technology, Canadian Museum of Civilization, Canadian War Museum og Canadian Museum og Nature.

Toronto
Toronto

Toronto er stærsta borg Kanada og er í fylkinu Ontario alveg við Lake Ontario. Vörumerki borgarinnar er hinn flotti CN Tower og þaðan er frábært útsýni. Við hliðina á CN Tower finnið þið SkyDome sem er frábær leikvangur og er notaður bæði fyrir fótbolta og körfubolta.

shade