Flug og flugmiðar til Winnipeg

Winnipeg er stærsta borg Manitoba og liggur í botni Red River Valley. Svæðið er alveg flatt og í borginni eru engar brekkur eða hæðir. Hér er frekar rakt loftslag með miklum hitasveiflum eftir árstíma, sumrin dásamleg með sól og hita en veturnir kaldir og hefur mesti kuldi mælst -47.8*C í des. 1879.

Það eru  margir Íslendinar búsettir í Winnipeg og nágrenni eða yfir 100.000 manns á Manitobasvæðinu sem geta rakið ættir sínar til Íslands en það var m.a. hingað sem fólk flutti frá Íslandi á árunum 1870 til 1914. Gimli sem stundum er kallað Nýja Ísland liggur 75 km norður af Winnipeg við Winnipeg vatn og hingað kom hópur Íslendinga, Vesturfararnir fyrst árið 1875. 

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Winnipeg

 

 

shade