Flug og flugmiðar til Manitoba

Nyrsti hluti fylkisins Manitoba er aðallega þakinn barrskógi og þekur skógurinn um 48% af svæði fylkisins. Hér er einnig mjög fjölbreytt dýralíf eins og ísbirnir, elgir, hirtir, úlfar og gaupur ásamt meira en 140 fuglategundum.

Nyrsti hluti fylkisins Manitoba er aðallega þakinn barrskógi og þekur skógurinn um 48% af svæði fylkisins. Hér er einnig mjög fjölbreytt dýralíf eins og ísbirnir, elgir, hirtir, úlfar og gaupur ásamt meira en 140 fuglategundum. Í Manitoba fylki eru einnig svæði með freðmýri og vötn þekja um 20% af fylkinu.

Veturnir eru kaldir en sumrin sólrík og heit. Hér finnast einnig margir fallegir þjóðgarðar. Norð austur hluti Manitoba liggur að innhafinu Hudson Bay, austurhlutinn að Ontario fylki, norður hlutinn að landsvæðinu Nunavut og Northwest Territories, vesturhlutinn að sléttu fylkinu Saskatchewan og suðurhlutinn að Dakota og Minnesota.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir til Manitoba hjá öllum flugfélögum.

Winnipeg
Winnipeg

Winnipeg er stærsta borg Manitoba og liggur í botni Red River Valley. Svæðið er alveg flatt og í borginni eru engar brekkur eða hæðir. Hér er frekar rakt loftslag með miklum hitasveiflum eftir árstíma, sumrin dásamleg með sól og hita en veturnir kaldir og hefur mesti kuldi mælst -47.8*C í des. 1879. 

shade