Flug og flugmiðar til Canada

Verið velkomin til Kanada sem er næststærsta land í heimi, íbúatal er aðeins um 35 milljónir svo hér er nóg olnbogarými fyrir alla. Hér eru möguleikar á að upplifa stórbrotna náttúru, spennandi og oft blóðuga sögu, fallega bæji og gestrisið fólk. Við austurströnd Kanada eru fallegir smábæir og fiskiþorp sem liggja við vogskorna ströndina einnig eru fallegar eyjar undan ströndinni. Lengra inn í landinu er hið frönskumælandi hérað Quebec þar sem stærsti bærinn er Montreal, hér er skemmtileg blanda af frönsku og norður amerísku andrúmslofti. Við vötnin stóru á landamærum Kanada og Bandaríkjanna er höfuðborgin  Ottawa og menningarborgin Toronto sem er góður byrjunarstaður þegar ferðast er um Kanada. Á milli Lake Ontario og Lake Eire –á landamærum Bandaríkjanna – hefur náttúran myndað hina stórbrotnu Niagara fossa sem við mælum eindreigið með að þið sjáið.

Frá vötnunum stóru að Rocky Mountains eru stórar séttur með kornökrum svo langt sem augað eygir en lengst í norðri eru gífulegar skógivaxnar óbyggðir og freðmýrar. Rocky Mountains eru hrikaleg fjöll með snævi þöktum tindum, skógivöxnum hlíðum og einstaka jöklum. Í héraðinu Alberta eru nokkrir af þekktustu og fallegustu þjóðgörðum Kanada, Banff National Park og Jasper National Park. Við mælum eindregið með hinni náttúrufögru lestarferð með Rocky Mountaineer frá Calgary í gegnum Rocky Mountain  framhjá Banff og Kamloops til Vancouver.

Vancouver er hafnarborg Kanada að Kyrrahafinu. Héðan eru ekki eingöngu ferjusamgöngur til Seattle og Vancouver Island; heldur er Vancouver einnig viðkomuhöfn fyrir alþjóða skemmtiferðaskip og skemmtiferðir meðfram vesturströnd Kanada í gegnum hinn svokallaða Inside Passage. Hvort sem þið veljið að ferðast um Kanada í bíl, húsbíl, rútu eða með lest þá eru hér einstakar upplifanir.

Ódýrir flugmiðar til Kanada alla daga allt árið Ticket2Travel.is leitar að flugi hjá öllum flugfélögum og ber saman flugverð og flugleiðir.

Alberta
Alberta

Í fylkinu Alberta er m.a. hægt að upplifa Rocky Mountains sem ná yfir meira en 4.800 km allt frá norður British Columbia í Kanada og alveg niður til New Mexiko í USA. Leitið og berið saman flugverð á Ticket2Travel.is til Calgary og Edmonton.

British Columbia
British Columbia

Í fylkinu Britich Columbia er ótrúlega fjölbreytt dýra- og plöntulíf og hér eru andstæðurnar miklar hvað varðar landslag og veðurfar. British Columbia liggur með strönd að  kyrrahafinu og hér eru m.a. borgirnar Vancouver, Whistler og Victoria.

Manitoba
Manitoba

Nyrsti hluti fylkisins Manitoba er aðallega þakinn barrskógi og þekur skógurinn um 48% af svæði fylkisins. Hér er einnig mjög fjölbreytt dýralíf eins og ísbirnir, elgir, hirtir, úlfar og gaupur ásamt meira en 140 fuglategundum. Finnið flug frá Keflavík til Winnipeg á Ticket2Travel.is

Nova Scotia
Nova Scotia

Nova Scotia er latína fyrir „Nýja Skotland“ og er staðsett á suð- austur strönd Canada við Atlandshafið. Hér finnnur þú borgir eins og Halifax sem er höfuðborg Nova Scotia, Sidney og Cape Breton, íbúatal er um 1 milljón og landsvæðið dekkar rúma 55.000 km2.

Ontario
Ontario

Ontario fylki er með strönd í norðri að Hudson Bay og er staðsett milli fylkjanna Manitoba í vestri og Quebec í austri. Höfuðborgin er Ottawa en stærsta borgin Toronto er alveg við Lake Ontario og er jafnframt stærsta borg Kanada.

Quebec
Quebec

Quebec fylki er í austur Canada og hýsir m.a. borgirnar Montreal og Quebec City. Quebec er þekkt fyrir franska menningu og frönskumælandi íbúa, er næst vinsælasta fylkið á eftir Ontario og er einnig stærsta fylki í Canada

shade