Ferðir og flugmiðar til Tel Aviv

Velkomin til Tel Aviv sem er spennandi og tiltölulega ung stórborg við Miðjarðarhafið þar sem gætir  meiri áhrifa frá Suður Evrópu en Mið Austurlöndum. Hér finnur þú fyrir spennandi andrúmslofti,  breiðum og hvítum sandströndum þar sem hótelin standa eins og perlur á snúru,  fjölbreittu strandlífi, stórum verslunarmiðstöðum og dýrum, flottum verslunum, mörgum og glæsilegum veitingastöðum sem/og kaffihúsum og spennandi næturlífi.

Einnig er gaman að heimaækja litaglaða markaði eins og markaðina Carmel og Bezadel og svo eru söfnin IIana Goor, Eretz Israel og Tel Aviv lista safnið allt áhugaverðir og flottir staðir að skoða. Shalom Tower sem er 142 m og 34. hæða bygging er tilvalin að heimsækja til að dáðst af útsýni yfir borgina.

Alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion, sem er einnig stærsti flugvöllur Ísraels og meira en 12 milljónir manns fara um á ári hverju, er staðsettur stutt frá borginni Tel Aviv eða tæplega 15 km frá miðborginni.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Tel Aviv

shade