Ferðir og flugmiðar til Ísrael
Landið Ísrael er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Suður Evrópa mætir Mið Austurlöndum. Löng strandlengjan við Miðjarðarhafið hefur mikil áhrif á lifnaðarhætti og menningu landsins og í hátísku borginni Tel Aviv gætir meiri áhrifa frá Evróskum borgum en frá borgum í Mið Austurlöndum. Ísrael er með landamæri að Líbanon í norðri, Sýrlandi og Jordan í austri og Egyptalandi í suðvestri. Flestir íbúar landsins eru gyðingar og íbúafljöldinn er rúmlega 7 milljónir.
Í Israel er margt áhugavert að skoða og er t.d. hægt að ferðast um hið gróskumikla svæði í norðri þar sem hofið Bahai í Haifa er staðsett, fara í verslunarleiðangur í stórborginni Tel Aviv og á kvöldin upplifað spennandi næturlíf borgarinnar, heimsækja borgina Jaffa sem er gömul og spennandi borg, höfuðborgin Jerúsalem er hin heilaga borg og bæði gullkista menningar og aldagamallar sögu þar sem trúin er miðpunktur lífsins og hér er m.a. hægt að upplifa hinn helga grátmúr, í suðri eru síðan fallegar sandstrendur þar sem hægt er að slaka á og er bærinn Eilat við Rauða hafið flottur baðstrandarstaður.
Elat
Eilat er vinsæll og afslappaður baðstrandar sem er staðsettur á suðurhluta Ísrael við Rauða Hafið og hér er áherslan lögð á skemmtun, vatnasport, köfun og snorkl, sólböð og slökun
Tel Aviv
Velkomin til Tel Aviv sem er spennandi og tiltölulega ung stórborg við Miðjarðarhafið þar sem gætir meiri áhrifa frá Suður Evrópu en Mið Austurlöndum.
