Flug og ferðir til Aswan

Það er sagt að árin Níl sé fallegust út frá bökkum Aswan, en það eru jú misjafnar skoðanir á því en eitt er, að það er yndislegt að njóta útsýnisins frá svölum í Aswan með kaldan drykk og jafnvel vatnspípu á meðan áin rennur rólega framhjá.

Borgirnar Cairo og Luxor þar sem árin Níl rennur í gegnum eru þekktar fyrir mikið og erilsamt stórborgarlíf en borgin Aswan þar sem áin Níl fer einnig ígegnum er mun rólegri og afslappaðri. Borgin var áður hið gamla hlið til Afríku en borgin Aswan er staðsett syðst í Egyptalandi og var landamæraborg milli gamla Egyptalands og Nubien. Hér býr stór hluti nubíumanna og Það er t.d. upplifun að fara á hinn líflega Bazar þar sem þú finnur einstakt andrúmsloftið á staðnum og sérð konur í litskrúðugum fatnaði og hina háu svörtu nubi menn í hvítum kyrtlum vera að versla inn. Það er einnig gaman að heimsækja nubi smábæina nálægt Aswan. Í Aswan er einnig hægt að fara á Kameldýri til klausturins Sankt Simeon sem er mjög áhugavert og er klaustrið frá árinu 700.

Flestir ferðamenn sem heimsækja þessa borg koma hingað vegna hofanna í Abu Simbel sem eru eitt af stórkostlegustu og sögulegustu minjum í Egyptalandi.

shade