Ferðir til Egyptalands
Egyptaland hefur uppá ótrúlega mikið að bjóða og möguleikarnir sem hægt er að draga uppúr gullkistunni eru óendanlegir. Hvítar sandstrendur og slökun, saga og menning, ævintýraferðir um eyðimörkina, sigling á fljótinu Níl, hinir stórkostlegu Pýramítar og iðandi stórborgarlíf allt þetta og mikið meira býður þín í Egyptalandi. Ekki skemmir heldur fyrir að íbúarnir eru mjög vinalegir og gestrisnir og hér sín sólin allt árið.
Það er því ekkert skrítið að Egyptaland er eitt af vinsælustu ferðamannastöðum í heimi og vekur m.a. upp ýmindunarafl okkar. Landið er þekktast fyri gamla sögu og menningu, pýramíta, múmíur og hof sem eru mjög vel varðveitt enn þann dag í dag svo maður fær hálfpartinn á tilfinninguna að maður sé komin langt aftur í aldir.
Landið er einnig landfræðilega stórt svo gott er að skipuleggja sig vel og finna út hvað maður vill upplifa. Sinai skaginn þar sem þekktustu hótelin eru staðsett í Sharm el Sheik, gefa ykkur möguleika á að sameina strandlíf, vatnaíþróttir og ævintýraferðir um eyðimörkina. Höfuðborgin Cairo býður uppá spennandi stórborgarlíf og héðan er stutt að fara og skoða hina heimsfægu Pýramíta. Luxor býður uppá konungsgrafirnar og ferðir um suður hluta landsins.
Ticket2Travel.is leitar að ódýrum flugmiðum til Egyptalands
Abu Simbel
Ef þú ferðast til suður Egyptalands þá má hinn stórkostlegi bær Abu Simbel ekki fara fram hjá þér. Bærinn er staðsettur 280 km frá borginni Aswan og geymir stórkostlegar minjar og vel varðveitt steinhof sem eru á heimsminjalista UNESCO...
Aswan
Það er sagt að árin Níl sé fallegust út frá bökkum Aswan, en það eru jú misjafnar skoðanir á því en eitt er, að það er yndislegt að njóta útsýnisins frá svölum í Aswan með kaldan drykk og jafnvel vatnspípu á meðan áin rennur rólega framhjá...
Cairo - Kaíró
Cairo er virkilega spennandi stórborg sem er byggð upp í kringum ánna Níl. Borgin er jafnframt höfuðborg Egyptalands og 19. stærsta borg í heimi staðsett í norður hluta landsins. Hér mætast nútíð og fortíð, ólíkir menningarheimar og miklar andstæður...
Hurghada
Hurghada liggur á austurströnd Egyptalands við Rauða Hafið og var einu sinni aðeins lítill fiskibær en er í dag einn mesti ferðamannastaður Egyptalands. Hér eru fallegar sandstrendur, spennandi veitingastaðir, kaffihús, barir, langar verslunargötur, hugguleg smábátahöfn...
Luxor
Borgin Luxor heirir á arabísku „al Uqsur“ sem þýðir hallir og er staðsett 675 km suður af Cairo. Borgin er einn þekktasti og vinsælasti ferðmannastaður í suður hluta Egyptalands og í Nílardalnum og það er ekki að ástæðulausu...
Sharm El Sheik
Sharm el Sheik er egypsk borg á suðurenda Sinaiskagans sem hefur þróast úr litlu fiskiþorpi þar sem íbúafjöldinn var aðeins um 100 manns fyrir tæplega 40 árum í að vera einn af stærstu ferðamannastöðum Egyptalands. Hér er sjór og sandur, blár himinn og eyðimerkur, mikið af veitingastöðum og kaffihúsum...
