Ferðir og flugmiðar til Kýpur

Eyjan Kýpur er lítið og fallegt land umvafið fagurbláu Miðjarðarhafinu. Eyjan er eins og sköpuð fyrir frí, slökun og góðar minningar. Eyjan liggur sunnan við Tyrkland og vestan við Sýrland og Líbanon og nálægðin við Asíu og Afríku gefur eyjunni menningaryfirbragð frá austri og suðri. Eyjan er 3ja stærsta eyjan í Miðsjarðarhafinu á eftir Sikiley og Sardiníu og hér eru spennandi sögulegar minjar sem hægt er að skoða eins og Grafir Konunganna sem er við strandbæinn Pafos, en svo er líka bara hægt að slaka á við fallegar hvítar sandstrendur og njóta þess að vera í sól og hita undir og við bláma hafsins og himinsins.

Hin græna lína sem skiptir landinu í tvennt bæði mannfræðilega og landfræðilega þ.e. Kýpurgrikkir öðru megin og Kýpurtyrkir hinum megin hefur verið til staðar frá árinu 1974 þegar forseta Kýpur var steypt af stóli. Hin græna lína skiptir einnig höfuðborg eyjunnar, Nicosia í tvennt þar sem þú finnur tyrkneska hlutann í norði og gríska hlutann í suðri. Auðveldast er að fara á milli hlutanna við Lidra Palace og þegar þú ert t.d. kominn yfir í tyrkneska hlutann er eins og þú sért kominn í allt aðra borg. Í þessum borgarhluta er rólegra andrúmsloft og er upplagt að fá sér gott tyrknsekt te á meðan Selimine moskan kallar til bænastundar, síðan er gott að prófa haman eða tyrkneskt bað og vera skrúbbaður vel og vandlega.

Veðrið á eyjunni er hefðbundið Miðjarðarhafsloftslag, löng og heit sumur og stuttir, kaldir og rigningasamir vetur.

Ercan
Ercan

Á norðurhluta eyjunnar Kýpur er Ercan flugvöllurinn sem er staðsettur aðeins austan við höfuðborgina Nicosia og er hluti af tyrkneska hluta eyjunnar. Það getur verið svolítið ruglingslegt að þessi fallega ferðamannaeyja er bæði grísk og tyrknesk...

shade