Ferðir og flugmiðar til Mið-Austurlanda

Það er fjöldi áfangastaða í Mið-Austurlöndum sem draga okkur Íslendinga til sín til að fara í sólarfrí. Vinnsælustu staðrirnir eru eyjar og strendur en það eru margir aðrir staðir sem eru ókannaðir og hafa uppá mikið að bjóða.

Hér bíða þín ólíkir menningarheimar, framandi og spennandi upplifanir, dulúð austursins, ótrúlegir Pýramítar Egyptalands og frábærar verslunarferðir í Dubai.

Öll skynfærin fara á yfirsnúning í ferðalagi um Mið Austurlönd hér er litagleði og framandi lykt, margvísleg og óvanaleg hljóð og bragðlaukarnir „gleðjast“ vegna hinna mismunandi bragðtegunda.

Mið Austurlönd eru þau lönd sem eru fyrir botni Miðjarðarhafs eða svæðið milli Asíu, Evrópu og Afríku. Þessi lönd eru: Barein, Egyptaland, Írak, Íran, Ísrael, Jemen, Jórdanía, Katar eða Qatar, Kúveit, Kýpur, Líbanon, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Saudi Arabía og Sýrland.

Kýpur
Kýpur

Eyjan Kýpur er lítið og fallegt land umvafið fagurbláu Miðjarðarhafinu. Eyjan er eins og sköpuð fyrir frí, slökun og góðar minningar. Eyjan liggur sunnan við Tyrkland og vestan við Sýrland og Líbanon og nálægðin við Asíu og Afríku gefur eyjunni menningaryfirbragð frá austri og suðri...

Egyptaland
Egyptaland

Egyptaland hefur uppá ótrúlega mikið að bjóða og möguleikarnir sem hægt er að draga uppúr gullkistunni eru óendanlegir. Hvítar sandstrendur og slökun, saga og menning, ferðir um eyðimörkina, sigling á fljótinu Níl, hinir stórkostlegu Pýramítar. Finnið flug til Kaíró, Sharm El Sheik eða Luxor á www.t2t.is

Iran
Iran

Landið Íran er staðsett í Mið-Austurlöndum og býr yfir miklum olíuauðlindum eins og önnur lönd á þessum slóðum, hér eru líka einar stærstu gaslindir heims. Landslagið í Íran eru mikil og há fjöll sem dekka stóran hluta landsins og í fjöllunum Zagros og Alborz býr mikill hluti íbúanna..

Israel
Israel

Landið Ísrael er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Suður Evrópa mætir Mið Austurlöndum. Löng strandlengjan við Miðjarðarhafið hefur mikil áhrif á lifnaðarhætti og menningu landsins og í hátísku borginni Tel Aviv gætir meiri áhrifa frá Evróskum borgum en frá borgum í Mið Austurlöndum...

Kuwait
Kuwait

Kuwait er líðið land með mikið eyðimerkurlandslag og gífulegar olíuauðlindir. Kuwait liggur við strönd Persaflóa með landamæri að Írak og Saudi Arabiu. Það eru einnig níu smáeyjar sem tilheyra Kuwait og er eyjan Bubiyan stærst af þeim en á eyjunni Faylaka búa flestir íbúar eyjanna...

Qatar
Qatar

Qatar eða Katar er smáríki í miðausturlöndum, sem liggur á nesi er skagar út í Persaflóa út frá Arabíuskaganum. Katar á landamæri að Sádi-Arabíu. Katar er eitt af ríkustu löndum í heimi. Flúgið til Doha með Ticket2Travel.is

Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin

Sameinuðu arabísku furstadæmin eru sambandsríki sjó furstadæma á suðausturhorni Arabíuskagans. Þessi furstadæmi eru Abú Dabí, Adsman, Dubai, Fudsaira, Ras al-Kaima, Sjarja og Umm al-Kuvain. Furstadæmin eru þriðji stærsti oíuframleiðandinn við Persaflóa.

Saudi Arabia
Saudi Arabia

Saudi Arabía er konungsríki í Mið-Austurlöndum og mjög stórt land sem nær yfir meiri hluta Arabíuskagans eða rúmlega 80% af skaganum. Landslagið er mikið eyðimerkurlandslag og hér er heimsins stærsta samanhangandi sandeyðimörk, Rub al Khali sem er staðsett í suðurhluta landsins og nær yfir...

shade