Ódýrir flugmiðar með Lufthansa um allan heim

Lufthansa er eitt af þeim flugfélögum þar sem hægt er að kaupa miða alla leið frá Íslandi í samvinnu við Icelandair.

Lufthansa fjölgar flugum frá Íslandi og þau eru bókanleg á Ticket2Travel.is
Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hef­ur aukið flug­fram­boð sitt á Íslandi í sum­ar og hyggst fljúga þris­var í viku milli Reykja­vík­ur og Frankfurt á tíma­bil­inu frá 2. maí til 26. sept­em­ber nk. Þá verður einnig flogið til München á hverj­um sunnu­degi á sama tíma­bili.

Flogið verður til Frankfurt á þriðju­dög­um, fimmtu­dög­um og laug­ar­dög­um. Lent verður í Frankfurt snemma kvölds en það mun vera hent­ug­ur tengi­tími fyr­ir fjölda annarra fluga að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þá er einnig bent á að hægt sé að tékka inn far­ang­ur alla leið, sé farið í tengiflug, með Star Alli­ance sam­starf­inu. Í gegn­um Frankfurt býður Luft­hansa upp á tengiflug til 190 áfangastaða í 76 lönd­um. Vin­sæl­ustu áfangastaðirn­ir hjá Íslend­ing­um hafa verið Vín, Zürich, Róm og Mílanó.

shade