Lág flugverð með Lufthansa

Lufthansa er eitt af þeim flugfélögum þar sem hægt er að kaupa miða alla leið frá Íslandi í samvinnu við Icelandair.

Lufthansa fjölgar flugum frá Íslandi og þau eru bókanleg á Ticket2Travel.is
Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa hef­ur aukið flug­fram­boð sitt á Íslandi í sum­ar og hyggst fljúga þris­var í viku milli Reykja­vík­ur og Frankfurt á tíma­bil­inu frá 2. maí til 26. sept­em­ber nk. Þá verður einnig flogið til München á hverj­um sunnu­degi á sama tíma­bili.

Flogið verður til Frankfurt á þriðju­dög­um, fimmtu­dög­um og laug­ar­dög­um. Lent verður í Frankfurt snemma kvölds en það mun vera hent­ug­ur tengi­tími fyr­ir fjölda annarra fluga að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þá er einnig bent á að hægt sé að tékka inn far­ang­ur alla leið, sé farið í tengiflug, með Star Alli­ance sam­starf­inu.
Í gegn­um Frankfurt býður Luft­hansa upp á tengiflug til 190 áfangastaða í 76 lönd­um. Vin­sæl­ustu áfangastaðirn­ir hjá Íslend­ing­um hafa verið Vín, Zürich, Róm og Mílanó.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll IATA flugfélög.
Ticket2Travel.is finnur lág flugverð, flugleiðir og flug tengingar út um allan heim.
Ticket2Travel.is finnur flug með yfir 350 flugfélögum til yfir 60.000 áfangastaða um allan heim.

 

shade