Karibahafid  >  Cuba  >  Havana

Flugmiðar og ferðir til Havana

Havana er höfuðborg og hafnarborg Kúbu og virkilega spennandi borg með kúbanskt andrúmsloft og margar flottar byggingar frá nýledutímabili spánverja. Maður skilur vel af hverju gamli borgarhlutinn La Ciudad Vieja er á heimsminjalista UNESCO, með mjög fallegar byggingar sem gaman er að skoða og um leið upplifa stemninguna í gamla bænum. Havana gefur þér einnig möguleikann á að ferðast aftur á bak í tímann, gamlar og litaglaðar framhliðar húsanna og amerískir bílar frá árinu 1950 eru með til að gefa borginni ákveðið andrúmsloft.

Á Havana Vieje, í gamla borgarhlutanum er Museo Del Ron þar se hægt er að upplifa þjóðarstoltið Havana Club rommið og hina stóru cigar og svo er mikið af kaffihúsum þar sem salsatónlistin ómar svo manni langar helst að taka nokkur spor. Hér eru einnig söfn en það safn sem er hvað áhugaverðast er safnið Museo de la Revolución sem er staðsett í höllinni sem áður var forsetahöllin. Á Safninu færðu hina cubönsku útgáfu af sögunni um hinar stóru hetjur Che Guevara og Fidel Castro.

Á sumrin er mjög heitt í borginni en á vorin og haustin er veðurfarið milt og gott og hér verður aldrei mjög kalt. Einnig er vel hægt að heimsækja Havana á veturna. Gaman er að vera þarna í febrúar þegar Jazz hátíðin er haldin.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til Kúbu og Havana.

shade