Ferðir og flugmiðar til Kúbu
Kúba er spennandi land og eyríki á mörkum Karíbahafs, Mexíkóflóa og Atlantshafs. Kúba er stærsta eyjan í Karíbíahafi og er staðsett aðeins 140 km suður af Flórida. Það er margt að sjá og upplifa á Kúbu og þegar Kúba kemur upp í hugann þá hugsar maður um, byltingu, Castró, stóra handgerða vindla, gamla bíla, frábært romm, litaglaðar götur í nýlendustíl og fallegar strendur.
Af áhugaverðum stöðum má nefna dalinn Valle de Vinales sem er mikið heimsóttur af ferðamönnum m.a. sökum þess hve stutt hann er frá höfuðborginni Havana. Dalurinn er virkilega fallegur og er á heimsminjalista UNESCO, hann er 132 km2 og þekktur fyrir kalksteins kletta sem þar eru. Dalurinn er einnig mjög gróðursæll og þar er m.a. ræktað mikið af tóbaksplöntum.
Á Kúbu eru líka fallegar strendur eins og Varadero Beach, Playa Paraiso Beach og Pilar Beach. Íbúar Kúbu eru tæplega 12 milljónir og höfuðborgin heitir Havana.
Ticket2Travel ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til Kúbu
Havana
Havana er höfuðborg og hafnarborg Kúbu og virkilega spennandi borg með kúbanskt andrúmsloft og margar flottar byggingar frá nýledutímabili spánverja. Maður skilur vel af hverju gamli borgarhlutinn La Ciudad Vieja er á heimsminjalista UNESCO, með mjög fallegar byggingar sem gaman er að skoða og um leið upplifa stemninguna í gamla bænum.
